Saga - 1969, Page 202
198
ÖGMUNDUR HELGASON
Hryggjadalur í Gönguskörðum og Víðidalur í Staðar-
fjöllum liggja í fjallgarði þeim suður og vestur frá Sauð-
árkróki, sem skilur sundur lágsveitir Skagafjarðar og
Húnavatnssýslu.
Hryggjadalur er austasti dalurinn í Gönguskör'ðum, oft
talinn byrja hjá Tungu og ná fram um Kamba, en Víði-
dalur telst byrja þar og ná að Þröngadal í suðri1. Sama
áin rennur um báða dalina, nefnd Gönguskarðsá eða
Hryggjaá á Hryggjadal, en breytir um nafn við Kamba og
heitir þá Víðidalsá til upptaka á Víðidal.
Hryggjadalur er 6—7 km langur, inn frá Tungu, þröng-
lendur og fjöllin kollótt. Vesturhlíðin er brött niður í ána
nema á nokkrum stöðum, þar sem nes ganga fram, sum
stór og grösug, en önnur minni. Austurhlíðin er aflíðandi
fram á brúnir niður undir á, í hæð við nesin hinum meg-
in. Neðar er víða nokkurt undirlendi hjá ánni, vel gróið.
Um Iíryggi verður bugða á dalnum til vesturs, og opnast
gil, þar sem Rangalaá og Hryggjaá koma saman. Nú taka
við Kambar að norðanverðu í þrengslunum, grjóthryggir,
en skorningar á milli og snarbrattar skriður. Þegar gilinu
sleppir, opnast Víðidalur um aðra bugðu á ánni í suðurátt.
Hann er 16—17 km langur, breiðastur yzt, en þrengist
innar. Vesturfjöllin eru há, hömrum gju’t hið efra og með
stórum botnum. Þá taka við víðlendar flár og sfðan brattar
hlíðar niður á sléttlendið. Austurfjöllin eru bunguvaxin
og talsvert lægri með aflíðandi hlíðar. Dalbotninn er
grösugur og grundir með ánni. Hún kvíslast á eyrum allt
framan frá Litla-Vatnsskarði. Innan til eru holt og lyng-
móar dalinn á enda.
HELZTU HEIMILDIR UM BÆJANÖFN OG BYGGÐ
Heimildir um bæjanöfn og byggð í Hryggjadal og Víði-
dal eru raktar í tímaröð hér á eftir og við þær gerðar at-
hugasemdir, eins og þurfa þykir.