Saga - 1969, Page 203
BÆJANÖFN Á HRYGGJADAL
199
^ 1295. Stöpull (1).
Árið 12952. Stofnunarbréf Reynistaðarklausturs. Nafn-
gi’eindar eru þær jarðir, sem Jörundur Þorsteinsson biskup
Hólum leggur til klaustursins. í upptalningu klausturs-
jarða er nefndur „staupul" í landskuldaskrá ritaður „Stop-
ul. cc.“
1315. Stöpull.
Árið '13153, 2. apríl. Auðunn Þorbergsson rauði, biskup
a Hólum, staðfestir stofnunarbréf Jörundar biskups fyrir
Heynistaðarklaustri. f upptalningu klausturjarða er
>»stopul“.
1UU6. Stöpull. Hryggir (6), Núpur.
Árið 14464. Gamli Björnsson ráðsmaður gerir reikn-
lng Reynistaðarklausturs fyrir Gottskálki Kænekssyni
biskupi á Hólum. f landskuldaskrá segir: „Jtem med
riggiom v kogylde. bykt om iij aar x aurom adra hundrat
a sidasta", og í upptalningu eyðijarða: „Jtem nvp bykt
Hrir xx alna. Jtem stapol. bykt firir xx alnar“.
Núpur er eini bærinn á þessu landsvæði, sem ekki er
*’ægt að staðsetja nákvæmlega samkvæmt örnefnalýsingu,
en augljóst er af næstu heimild hér á eftir, að hann hefur
ekki verið á Víðidal. Sjá nánar um Núp í kaflanum um
bjóðsögur og munnmæli.
1525. Hryggir, Núpur, (Víöidalur).
Árið 15255. í Sigurðarregistri, elzta hluta þess, er mál-
^agi Reynistaðarklausturs ásamt fleira efni, þegar Jón
Árason biskup tók við Hólastóli. Þá eru engar jarðir
'Vggðar í dölunum, en í upptalningu eyðijarða segir: „Jtem
eydijarder. hrygger med ollum vididal. . . . nupur“.
. Telja má, að þetta orðalag geti gefið í skyn, að um fleiri
jarðir en Hryggi sé að ræða, auk Núps, þá á Víðidal, þótt
ekki þurfi svo að vera. Er vísað í því sambandi til bréfs
Björns Jónssonar á Skarðsá hér síðar.