Saga - 1969, Síða 206
202
ÖGMUNDUR HELGASON
Kerlingarstaðir og Hrólfsvellir, auk Stöpuls og Hryggja,
og bæir eru í fyrsta skipti nefndir á Víðidal: Gvendar-
staðir, Þverá, Helgastaðir, Þúfnavellir, en eitt fyrrgreint
býli er ekki nefnt, Núpur. Nafnið Hrólfsvellir er hið eina,
sem hefur ekki varðveizt í munnmælum fram á okkar
daga, og þessi heimild er jafnframt hin eina um nafnið.
En af upptalningu jarðanna hér í réttri röð má ráða, hvar
bærinn stóð. Sjá nánar í kaflanum um þjóðsögur og munn-
mæli.
Bréf Björns á Skarðsá er önnur tveggja heimilda um
eyðingu Hryggjadals og Víðidals. Verður það atriði nú
kannað nánar, en til hinnar heimildarinnar, sem er munn-
mælasögn skráð á 19. öld, er vísað í kaflanum um þjóð-
sögur og munnmæli. Björn segir, að umræddar jarðir hafi
eyðzt í sömu plágu og Hóll, sem síðar var lagður undir
Skarðsá, en við athugun kemur í ljós, að sá bær er nefnd-
ur með byggðum jörðum í eignaskrám klaustursins fram
til 1446, en í næstu skrá, 1525, er hann talinn méð eyði-
býlum og aldrei síðan nefndur í byggð. Ættu því jarðirnar
að hafa eyðzt á tímabilinu 1446—1525. Sé litið í annál
Björns sjálfs, Skarðsárannál, og aðra, sem fjalla um þetta
árabil, geisar þá mikil plága, Plágan seinni, 1495—1496.
Var hún svo skæð, að jafnað var við Pláguna fyrri, Svarta-
dauða, enda nafngiftin í samræmi við það. Segir svo fra
í Gottskálksannál13, sem er eina skrifaða annálsheimildin,
sem Björn á Skarðsá studdist við, þegar hann samdi annál
sinn, Skarðsárannál14: ,,Anno 1495. Sott og piaga micill
vm allt landit nema Uestfiordu suo at hreppar eyddus og
sveiter at mestu.“ Skarðsárannáll segir þannig frá sömu
plágu: „Anno 1495. Sótt og plága mikil um Island nema
Vestfjörðu frá Holti í Saurbæ; eyddust hreppar víða. Anno
1496. Andaðist Ásgrímur ábóti og allir kennimenn fyrii'
norðan, utan alls 20 með biskupinum. Varð hver einn
prestur að hafa 7 kirkjur. Sú plága er sögð og mælt, nð
komið liafi úr klæði í Hvalfirði15. Kom þá fátækt alþýðm
fólk af Vestfjörðum, giptir menn með konur og börn, þvl