Saga - 1969, Síða 212
20g
ÖGMUNDUR HELGASÓM
árunum 1785—86, 1790—93, 1863—64, 1883—84, 1894—
95, og Hryggir eru í byggð til 1913, að undanteknum ár-
unum 1860—61, 1888—89, en síðan hefur engin byggð
verið á Hryggjadal og Víðidal.
Hér að framan hefur verið skráð mat og afgjöld af
umræddum jörðum, hafi sú vitneskja verið í heimildum.
Skal það einnig gert hér, með því að nefna þrjú skrif, sem
gefa gleggsta mynd af Hryggjum og Gvendarstöðum á
þessu árabili.
Fyrst skal nefna „Matrikel Protocol for Skagefjords
Syssel31“ frá 1802 í Þjóðskjalasafni: „Hrygger hialeie
fra“ (Reinestad) „10c 1 koe 30 faar Her haves 15 beder
paa foder og udegang . . . Landskulder 43 al. . . . Her er
nedsættelse for beder ikke nodvendig, da her er meget god
udegang. Gvendarstader, hialeie fra“ (Reinestad) „1 koe
18 faar Her haves 10 beder paa foder og udegang . . .
Landskulder 29 al. . . . Her behoves ikke nedsættelse for
beder, da udegangen er meget“. í öðru lagi er Jarðatal
Johnsens32 frá 1847: „Hreppstjóri einn telur Gvendar-
staði 10 h. að dýrleika, með 60. al. lsk. (i/o í eingirnissokk-
um og '/2 í ullu) og 2 kúg., og Hryggi 10 h. að dýrleika, með
sömu landskuld (i/3 í ullu, i/3 í tólg, i/3 í sokkum) og 1 kúg.“
Síðasta heimildin er Jarðamatsbók frá árinu 1849—5033:
„Reinistadur med bygdum hjáleigum Gvendarstöðum og
Hriggjum. . . . Túnið á hjáleigunni Gvendarstöðum er
hérumbil 7 dagsláttur, þýft og liggur í pörtum, sæmi-
lega ræktað, fóðrar til jafnaðar 2 kýr. Engjar eru reit-
ingslegar og liggja langt frá bænum, méðallagi grösug-
ar. Sumarhagbeit í bezta lagi kjarngóð, og vetrarbeit
eins, þegar til hennar nær, en stopul sökum snjóþingsla.
Torfrista mjög léleg, en rifhrís nægilegt. Hjáleiga þessi
er álitin fær um að bera 2 kýr, 30 ær, 30 sauði og 20 lömb,
eður 11 hdr. Hjáleigan Hriggir, hefir tún hérumbil 8 dag-
sláttur, meirpart slétt og greiðfært, í allgóðri rækt, fóðrai'
2 kýr og hálfa. Engjar eru þrönglendar og örðugar. Hag-
kvisti í bezta lagi á sumardag, og jarðsælla á vetruin en