Saga - 1969, Side 220
216
ÖGMUNDUR HELGASON
fyrra var fallið í gleymsku, þar sem menn þóttust sjá
þarna til rústa. Styður málvenja kunnugra manna einn-
ig þessa skoðun.
Ég hef talið Núp á Hryggjadal (þótt ekki sé hægt að
staðsetja bæinn með vissu), bæði vegna vitnisburðar Helgu
Jónsdóttur og eins af því, sem ráða má af upptalningu
bæja fyrr á öldum, þar sem Núpur er nefndur, sbr. heim-
ildir árin 1446 og 1525. Helga segir að vísu „einhvers stað-
ar í fjöllunum", en telja má fráleitt að leita út fyrir
Hryggjadal staðháttanna vegna, enda sýnt í landskulda-
skránni 1525, að Víðidalur kemur ekki til greina. Margeir
Jónsson telur í áðurnefndri ritgerð um Víðidal, að Núpur
hafi verið þar, sem Stöðull er staðsettur nú, og þykir mér
það líklegast bæði vegna nafnsins og aðstæðna til búskap-
ar, þegar Stöpull og Hryggir eru frátaldir. Síðar, þegar
hann ritar örnefnalýsingu sína, hallast hann að Kerlingar-
stöðum. Um þetta er ógerningur að segja, og læt ég frek-
ari vangaveltur liggja á milli hluta, nema hvað virðist
fullvíst, að Núpur hafi staðið einhvers staðar þar, sem
bæir eru nafngreindir nú á dögum, því a'ð ekki er rúm fyrii'
fleiri í dalnum.
Um önnur ný bæjanöfn er það að segja, að Atlastaðn'
og Hrafnagil eiga samsvaranir úti á Laxárdal ytri og gætu
hæglega hafa flutzt til í munnmælum, a. m. k. Atlastaðir,
sem eru löngu konmir í eyði. Eins getur Hrafnagil heitið
eftir gilskorningi þeim, sem er fyrir ofan bæjarstæðið,
eins og ástatt er um Rauðagil, en á báðum stöðum eru þæi'
aðstæður, að vel mætti ímynda sér, að byggt hefði verið
fyrr á öldum. Erfiðara er að segja nokkuð um nöfnin
Háreksstaði eða Háleggsstaði við Húsagil, en það örnefni
kemur fyrir í landamerkjalýsingu frá 19. öld44 og heitii'
þá Húsgil; og Háagerði undir Háagerðisbrekkum, sem
mikið eru á vörum Tungumanna, því þeir beita oft fé 1
brekkurnar á vetrum. Stöðull mun einhvern tíma hafa
verið stöðull í eiginlegri merkingu og síðar verið talinn
bær þarna með því nafni. Vitað er, að á þessum slóðum