Saga - 1969, Page 221
BÆJANÖFN A HRYGGJADAL 217
stóðu beitarhús frá Reynistáð í eina tíð. Hér vísast og í
athugasemd við bæinn Núp.
Óþarfi er að fjölyrða um þær sögusagnir, sem nefna bæi
fyrir framan Litla-Vatnsskarð. Þeim fvlgja engin nöfn,
og eru spegilmynd af ímyndunarafli 19. aldar manna, sem
sáu fyrir sér bæ í hverjum hlýlegum dal og hvammi. Hef
ég reyndar litið á sum hinna nýju nafna einnig tilkomin
þannig.
Ég vil geta þess að lokum, að öll bæjanöfnin, sem hér
hafa komið fram, eru annaðhvort á því landsvæði, sem
um aldir hefur verið talið heimaland Reynistaðarldaust-
urs eða í landareign jarða, sem lágu undir klaustrið,
Tungu og Sauðár, nema Háreksstaðir éða Háleggsstaðir.
Þeir eru í landi Kimbastaða, en sú jörð var alla tíð bænda-
eign.
Gísli Konráðsson segir í sóknarlýsingu sinni 184245, að
þetta landsvæði hafi eyðzt í Svartadauða 1402 ,,og þar
eftir“, og er sú flökkusögn almennt höfð fyrir satt nú á
dögum, án þess að orðunum ,,og þar eftir“ sé bætt við. En
þau skipta einmitt töluverðu máli. Þótt Plágan seinni
1495—96 hafi bundið enda á byggðina, eins og segir í
bréfi Björns Jónssonar á Skarðsá og trúlegast er, er víst,
áð Svartidauði hefur valdið töluverðum áföllum þarna, en
sjá má af klaustursskrá46 frá 1408 með samanburði við
áæstu skrár á undan og eftir, að þá eru afgjöld af lög-
býlum Reynistaðarklausturs ótrúlega lág.
Nú skal vikið áð sögnum um kirkju og kirkjusókn á
Víðidal. Sem fyrr segir, er kirkju fyrst getið í Jarðabók
^rna Magnússonar 1709 og hún þá sögð á Gvendarstöð-
um. En lýsingin á landbroti árinnar, þar sem kirkjugarð-
u,'inn skyldi hafa verið og mannabein fundizt, á miklu
betur við á Helgastöðum. Eins og sjá má á korti, eru
Gvendarstaðir nokkru austar en bugðan á ánni um Stakk-
feHið, og er áin tekin að renna í nokkurri rás niður undan
þonum. Eykst grafningurinn stöðugt, unz orðinn er að
dJ'úpu gili í Kömbum. Vir'ðist óhugsandi, að áin hafi grafið