Saga - 1969, Side 225
Ritfregnir
Safn til söffu Reykjavíknr. Acta Civitatis Reykiavicensis. Kaup-
staður í hálfa öld 1786—1836. Lýður Björnsson bjó til prentunar.
Útgefandi: Reykjavikurborg og Sögufélagið.
Nöfn bókarinnar eru höfð í sömu röð hér að ofan og á aðaltitilblaði
hennar. Samkvœmt því er aðalnafn hennar: „Safn til sögu Reykja-
víkur“ (úr því að það er ennfremur haft með á latínu), en „Kaupstað-
ur í hálfa öld 1786—1836“ aðeins auknefni. Á eins konar aukatitil-
hlaði, sem og á kápu og kili, er nöfnunum þó snúið við þannig, að
auknefnið lítur út sem aðalnafn, en aðalnafnið sem undirtitill. Þetta
cr óneitanlega dálítið ruglingslegt. Einfaldast hefði verið að lcalla
betta bindi aðeins „Safn til sögu Reykjavíkur 1786—1836", enda auð-
veldast að vitna í það þannig.
Með því að hér er annars um að ræða verk, sem verður smám sam-
Qn allmörg bindi, tel ég, að heppilegast hefði verið að fylgja þeirri
nlgengu reglu að hafa þau tölumerkt, fremur en hvert bindi sé auð-
kennt með einhverju auknefni. Mér hefir hins vegar verið tjáð, að
horfið hafi verið að síðarnefnda ráðinu til þess, að hægara verði um
vik að skjóta inn aukabindum síðar, ef þurfa þætti. Skal það og við-
Urkennt, að full þörf mun verða fyrir slík aukabindi, verði t. d. ekki
vandað meira á allan hátt til þessa verks eftirleiðis en raun hefir
nú orðið á.
1 formála hins nýútkomna bindis segir lika: „Æskilegt væri, að
gefin yrðu út skjöl varðandi „Innréttingarnar", sem geyma ótæmandi
fróðleik um þetta efni." Þetta hefði, að mínu áliti, verið meira en
n^skilegt. Eðlilegast hefði verið að byrja á því og taka þar t. d. einnig
með sitthvað um hina fornu Hólmsverzlun.
Það var tilvera iðnstofnananna og sá visir að þorpi, er myndazt
hafði kringum þær, sem réð mest úrslitum um það, að Reykjavík
varð fyrir valinu í lok einokunar sem kaupstaður suðvestanlands og
úöfuðstaður landsins, en ekki Hafnarfjörður, þótt þar væri miklu
etri höfn frá náttúrunnar hendi.. Að vísu hafði Reykjavík meira
andrými að bjóða, og auðvelt var að afla þar innlends eldsneytis
m°s). I hinum ýtarlegu tillögum Hans Beckers lögmanns frá 1736
úni viðreisn landsins, sem landsnefndin síðari studdist allmikið við,
t. d. gert ráð fyrir því, að höfuðstaður landsins verði í Hafnar-
firði.
Á þessi atriði er aðeins bent hér til að minna á, að það átti sér veru-
gan aðdraganda, að Reykjavík varð fyrir valinu sem einn hinna
Reykjavík varð fyrir
stnða, er veitt voru kaupstaðarréttindi með
sem einn
konungsúrskurði
18.