Saga - 1969, Síða 227
rítFreGnír
225
drætti af ýmsum verzlunarstöðum landsins og lánaði þá landsnefnd-
inni síðari. I skrá yfir þessa uppdrætti nefnir hann sem nr. 1,
..Prospect af nuværende Reickevigs Handelsted ---- aftegnet i Aaret
X783“.3 Pontoppidan getur að vísu ekki um höfund þessa uppdráttar,
en með því að- nafn hans sjálfs er skrifað á annan fyrrnefndra upp-
drátta Sæmundar. er ástæða til að ætla. að hér sé einmitt um hann
að ræða.
Mér virðist það hálfgerð ofrausn að birta í upphafi bókarinnar mörg
skjöl, Sem hafa þegar verið prentuð i Lovsamling for Island. Að
hiinnsta kosti hefði mátt sleppa konungsúrskurði frá 18. ágúst 1786
um afnám einokunarinnar, sem var yfirleitt lítið vitnað til síðar, og
láta auglýsinguna frá sama degi nægja ásamt kaupstaðatilskipun-
mni frá 17. nóvember s. á., en í þetta tvennt var jafnan vitnað sem
hluta af lögunum um fríhöndlunina.
Að því er kaupstaðatilskipunina varðar, var sú breyting gerð á 21.
Srein hennar með konungsúrskurði 13. júní 1787, að vesturmörk kaup-
staðarumdæmis Reykjavíkur skyldu vera við Hvítá í Borgarfirði i
stað þess, að þau höfðu upphaflega verið ákveðin við Hítará. Var
betta gert til samræmis við mörkin milli suðuramtsins og hins ný-
stofnaða vesturamts. Þannig breytt er kaupstaðatilskipunin meira að
segja prentuð í þessu Safni til sögu Reykjavíkur.í Samt sem áður segir
á bls. 89, að kaupstaðarumdæmið hafi náð að Hítará. Hér er reynd-
ar notað orðið kaupsvæði, sem hefir þegar öðlazt aðra merkingu, því
það táknar það svæði. sem lá að ákveðnum verzlunarstað í tið
einokunar.
1 stað þess að taka með svo mörg skjöl, sem hafa þegar birzt á prenti,
hefði verið meira um vert að leita víðar fanga meðal óprentaðra
heimilda. Ber þar ekki sízt að nefna skjöl Gullbringu- og Kjósarsýslu,
einkum fram til 1803, og skjöl bæjarfógeta Reykjavíkur. Þá er og
^nsrgt mikilvægt að finna um sögu Reykjavíkur í skjölum stiftamts,
suðuramts, rentukammers, kansellís, landsnefndanna, einkum hinnar
siðari, og sölunefndar verzlunareigna konungs. Það hefði því einnig
hurft að afla gagna i þetta verk frá Kaupmannahöfn. Væri þetta
Vafalaust efni í vænt aukabindi um tímabilið 1786—1836, en þar þyrfti
ennfremur að vera ýtarlegur kafli til leiðréttinga á skekkjunum í
hinu nýútkomna bindi, sem nú skal vikið dálítið að.
Svo sem vænta má, þarf slíkt heimildasafn sem þetta margvíslegra
shýringa við um menn og málefni o. fl. Fjölmargar skýringar er
iika að finna hér, en mörgum þeirra er býsna mikið ábótavant, og
skulu tekin nokkur dæmi um það.
1 borgarabálki er á bls. 50—76 gerð nokkur grein fyrir þeim mönn-
uhi, sem urðu borgarar í Reykjavík á árunum 1787 1856. Á bls. 50
er fyrsti sjálfseignarkaupmaðurinn í Keflavík, Christen Adolph
Jacobæus, kallaður Christian og sagður hafa verzlað i félagi við Just
Ludvigsen frá Keflavik, en reyndar átti Ludvigsen þessi heima í Kaup-
■^annahöfn og ekki vitað, að hann hafi nokkru sinni dvalið á íslandi.
hls. 63 er Christen Adolph Jacobæus kallaður Jacobæus eldri i
Keflavík, og stafar þetta sjálfsagt af því, að sonur hans, Holger,