Saga - 1969, Side 228
224
RITFREGNIR
sljórnaði verzluninni þar, eftir að faðirinn var setztur að i Kaup-
mannahöfn. En ef skyggnzt er lengra aftur í tímann, kemur i ljós,
að faðir Christens Adolphs, sem einnig hét Holger að skírnarnafni,
var búsettur í Keflavík á árunum 1766 til dauðadags 1788 og var kaup-
maður Almenna verzlunarfélagsins og þar næst konungsverzlunarinn-
ar síðari. Sé lesandanum kunnugt um þetta, hlýtur hann að verða í
nokkrum vafa um það, við hvern er átt með nafngiftinni Jacobæus
eldri í Keflavik, komi ekki nánari skýring til.
Um Johan Christian Súnckenberg, kaupmann í Reykjavík og siðar
einnig á Eyrarbakka, er þessu bætt við, eftir að skýrt hefir verið frá
þvi, að hann varð borgari í Reykjavik 10. júli 1788: „en hafði verzlað
þá hér um hríð" (bls. 51). Þetta gætu þeir, er ekki vita betur, skilið
þannig, að átt sé við verzlun fyrir eigin reikning. En hana byrjaði
Súnckenberg á hinn bóginn ekki fyrr en sumarið 1788, er hann
keypti konungsverzlunina í Reykjavík, sem hann hafði veitt forstöðu
síðan 1783.5 Slík verzlun fyrir eigin reikning var annars fyrst leyfi-
leg frá og með vorinu 1787, eftir að einokunin hafði verið afnumin.
Um Henrik Hansen, kaupmann í Básendum, segir meðal annars:
„en verzlaði annars á Básendum í félagi við Dines kaupmann á
Básendum Jespersen og nokkra stórkaupmenn í Kaupmannahöfn".
Síðar segir um Jespersen: „Verzlaði I Vopnafirði og Básendum og sat
þar" (bls. 50—51). Við þetta er það að athuga, að umræddum félags-
skap var slitið árið 1794, og varð Hansen þá einn eigandi Básenda-
verzlunar.o Um Dines Jespersen er svo það að segja, að hann hafði
búið i Básendum sem kaupmaður konungsverzlunarinnar, en íluttist
til Kaupmannahafnar haustið 1787. Hann bjó aldrei í Básendum eftir
það, en var aðeins í förum til íslands á sumrin, meðan fyrrnefndur
félagsskapur hélzt.7
Á bls. 52 er talað um Christian Welling, sem sjálfur skrifaði sig
raunar Welding, og hann kallaður kaupmaður í Hafnarfirði. Hér er
um einn af fyrrverandi þjónum konungsverzlunarinnar að ræða, sem
ílentist á íslandi enda átti hann íslenzka konu. 1 byrjun fríhöndlunar
fékkst hann dálítið við umboðssölu fyrir norska lausakaupmenn, og
eftir að Muxoll kaupmaður í Hafnarfirði varð gjaldþrota og sölu-
nefndin hafði tekið af honum verzlunina sumarið 1793, var Welding
falin umsjón með henni, þar til Bjarni Sigurðsson tók við henni sum-
arið 1794. Þess verður ekki heldur vart, að Welding hafi verið neitt
á snærum þeirra Randerskaupmanna, sem verzluðu í Hafnarfirði um
aldamótin 1800, eins og hér virðist hálfvegis gert ráð fyrir. Raun-
verulegur kaupmaður var hann heldur aldrei og mun yfirleitt hafa
átt í mesta basli.s
Jess Thomsen eldri, kaupmaður í Nordborg á Als, var aðaleigandi
þeirrar verzlunar, er Nordborgarmenn hófu i Keflavík árið 1789, en
þeir færðu síðan út kvíarnar til Reykjavikur og Hafnarfjarðar. Full-
yrða má, að hann hafi aldrei komið til Islands. Það er því algerleS®
á misskilningi byggt, að hann hafi verið fyrsti faktor Nordborgar-
verzlunar í Reykjavík árið 1792, eins og segir á bls. 58. Nordborgar-
verzlun hafði að sjálfsögðu ýmsa verzlunarstjóra í þjónustu sinni á