Saga - 1969, Síða 229
MtFREGNIR
225
íslandi og þeirra á meðal Jess Thomsen yngra, sem hér er réttilega
getið. Auk þess gerði gamli Jess Thomsen helztu skipstjóra sina að
meðeigendum, og voru þeir jafnframt erindrekar verzlunarinnar á
Islandi. 9. Kunnastur þessara skipstjóra var Jörgen Mindelberg, og
er hans getið á bls. 53 og víðar.
Einn af helztu verzlunarstjórum Nordborgarmanna á fyrsta áratug
verzlunar þeirra á Islandi var Westy Petræus, fyrst í Keflavik og
siðan i Reykjavik. Hann hóf svo verzlunarrekstur sjálfur rétt fyrir
aldamótin 1800 í félagi við Peter Ludvig Svane. 1 borgarabálki segir
um Petræus sjálfan (bls. 58), að hann hafi haft útibú í Hafnarfirði
°g Vestmannaeyjum. Síðar (bls. 60—61) kemur svo upp úr dúrnum, að
Petræus hafði ennfremur útibú í Keflavík; þá er Christen nokkur
Petersen sagður hafa unnið við útibú hans þar á árunum 1803—1809.
Verður þetta að teljast heldur tætingsleg framsetning.
Á bls. 62—63 er Bjarni Sigurðsson, kaupmaður í Hafnarfirði, sagður
hafa byrjað verzlun í Selvogi og Vestmannaeyjum skömmu eftir að
einokuninni var af létt og verzlunarreksturinn í Hafnarfirði hafi hann
byrjað árið 1793. Hið rétta er, að Bjarni sigldi til Kaupmannahafnar
haustið 1793, keypti Hafnarfjarðarverzlun þá um veturinn og tók við
henni eftir heimkomu sína sumarið 1794. Þá er það alger misskiln-
ingur, að Bjarni hafi nokkru sinni verzlað í Vestmannaeyjum, held-
úr gerðist hann aðeins borgari þar, af því að Selvogur var i kaupstað-
arumdæmi Vestmannaeyja samkvæmt áðurnefndri kaupstaðatilskip-
ún. En þessi missögn er komin úr Sögu Hafnarfjarðar, þar sem er
meira að segja gert ráð fyrir því, að Bjarni hafi eignazt hafskip,
■heðan hann verzlaði í Selvogi, t. d. til að hafa i förum milli Selvogs
°g Vestmannaeyja. Fyrsta hafskipið eignaðist Bjarni hins vegar vorið
1794.io ,
Missagnir, sem komast á annað borð á prent, verða býsna lifseigar
Þaðan í frá. Þannig segir á bls. 55, að Jens Andreas Wulff, sem gerðist
b°rgari í Reykjavík árið 1795, hafi stofnað verzlun á Reyðarfirði árið
l798 ásamt Niels 0rum. Hið rétta er hins vegar, að verzlun þessi
Var stofnuð á Eskifirði og var raunar fyrsta stöðuga verzlunin þar, en
fram að því var ekki um aðra verzlun að ræða á þessum slóðum en
gömlu Reyðarfjarðarverzlunina, sem var þá í eigu Georgs A. Kyhns
stórkaupmanns og var enn sem fyrr úti við Stóru-Breiðuvík, þar sem
er nú bærinn Útstekkur. Svo sem tilvitnun neðanmáls ber með sér, er
bessi missögn sótt í ritgerð, sem birtist upphaflega í Andvara 1958
bhdir nafninu Brot úr verzlunarsögu II og hefir síðan verið endur-
Prentuð i ritgerðasafninu Lýðir og landshagir.n Er raunar langt frá
bvi_, að þetta sé eina missögnin í þeirri ritgerð, en það er önnur saga.
Á bls. 88 er vikið að landsnefndinni síðari og ritara hennar, Christian
Ulrich Detlev Eggers. Þar segir, að Eggers hafi viljað ganga lengra en
gert var með frihöndlunarlögunum og afnema einokunina alveg. Þessu
er raunar einnig haldið fram í Sögu íslendinga VII, bls. 221. Á hinn
öoginn kemur þetta ekki heim við tillögur Eggers sjálfs í bók hans
Island frá árinu 1786 eða frumvarp hans að fríhöndlunarlögunum;
bar gerir hann aðeins ráð fyrir, að íslenzka verzlunin verði gefin frjáls
15