Saga - 1969, Síða 230
226
RITí'REGNÍR
þegnum Danakonungs í Evrópu.12 1 frumvarpinu var reyndar gert
ráð fyrir því, að kaupmenn búsettir á Islandi mættu láta skip sín
sigla með vörur beint milli Islands og landa utan Danaveldis. Þetta
var líka leyfilegt eftir orðalagi frihöndlunarauglýsingarinnar að dæma.
Jón Eiríksson varaði hins vegar ákveðið við þessu frelsi, þar eð
danskir þegnar gætu þannig misst íslenzku verzlunina úr höndum
sér til útlendinga, og nefndi hann einkum Hollendinga í því sam-
bandi. Þess vegna var því ákvæði smeygt inn i verzlunartilskipunina
frá 13. júní 1787, að kaupmönnum á íslandi skyldu því aðeins vera
slíkar beinar siglingar leyfilegar, að þeir væru í félagi við verzlunar-
fyrirtæki í einhverjum af verzlunarbæjum Danaveldis (þ. e. i Dan-
mörku, Noregi eða hertogadæmunum) og skipin sigldu undir nafni
þess fyrirtækis, sem bæri ábyrgð á þvi, að farið væri að lögum. Þetta
ákvæði varð til þess ásamt fleiru, að kaupmenn sáu sér meiri hag i
því að vera sjálfir búsettir ytra en á lslandi.13 En þessi breyting frá
hinu upphaflega frumvarpi Eggers mun hafa valdið þeim misskiln-
ingi, að hann hafi viljað gefa verzlunina alveg frjálsa, þótt hann
hafi, að því er bezt verður séð, aldrei hugsað sér, að verzlunarfrelsið
næði nema til danskra þegna i Evrópu og aðeins skip i eigu þeirra
mættu sigla til Islands.
Varðandi landsnefndina síðari skal ennfremur gerð athugasemd
við það, sem segir í inngangi (bls. XXIII), að hún hafi starfað a
árunum 1785—1786. Þetta er að vísu rétt svo langt sem það nær, en
nefndin starfaði af fullum krafti fram á sumarið 1787, eins og sjá má
af bréfabókum hennar. Hún var meira að segja við lýði nokkur ár í
viðbót, því að árið 1794 var rentukammerið enn að leita álits hennar
varðandi íslenzk málefni, svo sem bréf til þessarar nefndar bera með
sér.
Það verður líklega fremur að teljast prentvilla en mislestur í ein-
hverju handriti, að miðskírnarnafn Eggers er skammstafað hér með
H i stað U. Þá er það og skakkt með farið, að Christopher Kahrs,
kaupmaður í Björgvin, er yfirleitt kallaður Kahr, en sú skekkja er
líklega sótt í Árbækur Reykjavíkur. Annars þarf ekki að fletta bók-
inni mikið eða lengi til að rekast á augljósar prentvillur í henni og
þær meinlegar sumar hverjar. Skulu nefnd um þetta nokkur dæm>:
Á bls. XVII er höfundurinn að Sögu Eyrarbakka, Vigfús Guðmunds-
son, sagður Jónsson. Á bls. 48 stendur ártalið 2805. Á bls. 58 er heill'
línu ofaukið. Á bls. 90 stendur ibúðar í stað íbúar. Á bls. 331 ei
ættarnafnið Hölter skrifað Mölter. Þá verður það líklega fremur að
teljast prentvilla en mislestur á borgaraskrá Skúla Magnússonar fra
15. júní 1791, að Sveinbjörn Þórðarson á Ytra-Hólmi er hér (bls. 81 *
kallaður Thomesen í stað þess að Skúli skrifar hann Thordersen. Ea
þetta er svo skýrt skrifað hjá Skúla, að erfitt er að mislesa það.
Að sjálfsögðu er ekki hægt að segja ákveðið um það, hvort miki'
brögð séu að mislestri handrita í verki þessu i heild, nema bera allan
texta þess saman við þau gögn, sem hann er byggður á. Þetta e
langtum meira verk en ég hefi séð mér fært að leggja i, og því heí'
ég orðið að láta nægja að taka fáein skjöl til samanburðar, SP111