Saga - 1969, Qupperneq 237
RITFREGNIR
legt við námsdvöl Jóns Thoroddsens í Höfn, að hann kom tvisvar
heim inn i milli og eyddi tveimur sumrum heima á Islandi. Sumir
dvöldust áratugi úti í Höfn án þess að koma heim.
2) Bls. 10, segir, að Jón Thoroddsen hafi snúið heim frá námi af
Því, að efni hans voru gengin til þurrðar. Þetta er ekki rðtt. Ástæðan
til þess, að hann fór heim, var, að hann ætlaði að láta kjósa sig á þing
fyrir þjóðfundinn 1851.
3) Bls. 11 segir, að Jón Thoroddsen hafi farið að skyggnast um á
Breiðafirði eftir kvonfangi og hafi þá komið auga á dóttur Þorvalds
i Hrappsey. Það er einkennilegt í sagnfræðilegri hók að sleppa því. að
hann hað fyrst Sigþrúðar Eggerz, en faðir hennar vildi ekki „gefa
dóttur sína fyllirafti".
4) Á sömu hlaðsíðu segir, að Þorvaldur Sívertsen hafi stundað bú-
fræðinám í Danmörku. Hið rétta er, að hann lagði nokkra stund á
garðyrkju, en hitt var viðameira og mikilvægara, að hann notaði
Hafnardvöl sína til að læra stærðfræði, stjörnufræði, dýralækningar,
koparsmiði, rennismiði og fiktaði jafnvel við málaralist.
5) Enn á sömu blaðsíðu segir, að Þorvaldur og Ragnhildur i Hrapps-
ey hafi átt þrjú börn. Þau áttu a. m. k. fimm hörn, en þrjú komust upp
6) Enn sömu blaðsíðu er sagt, að bónorði Jóns hafi verið tekið vel
' Hrappsey. Það er ekki rétt, þvi var þvert á móti tekið illa, þó úr hafi
rætzt.
?) Bls. 13 segir, að Jón Thoroddsen hafi haft í miklu að snúast i
Haga og störf hans hafi verið mjög tímafrek. Þetta er ekki rétt. Það
kemur þvert á móti fram af dagbókum hans, að það var oft hæglátt
Hf I Haga.
8) Sömu blaðsíðu segir, að Barðastrandarsýsla sé 155 km á lengd
* beinni loftlinu milli endimarka. Það er ekki rétt, hún er 135 km.
9) Bls. 15 segir að Kristín Ólina liafi verið „lin" til heilsu. Þetta
er ekki rétt, veikindin voru miklu alvarlegri. I-Iún var „mjög heilsu-
laus og lá í rúmi svo mánuðum skipti."
10) Bls. 17 er sagt, að hús Einars spillemands „stóð“ uppi i Ingólfs-
krekku, eins og það standi þar ekki enn á sínum gamia stað. Ef borið
er saman við frásögnina af húsi Jakobs Sveinssonar við Kirkjutorg
rétt á eftir, þá er þar talað um, að húsið „standi enn." Hví að gern
svona upp á milli þessara tveggja húsa, nema af þvi að höfundinum
hefur ekki verið Ijóst, að hús Einars stendur enn?
11) Bls. 18 segir, að latinuskólinn, dómkirkjan og vindmyllan við
Hakarastig hafi gnæft yfir Reykjavík árið 1870 og þetta er síðan
aréttað með svofelldum orðum: „Ekki voru önnur mannvirki þar stór
> sniðum." Þetta er slæm villa hjá Jóni, að gleyma stórhýsinu Glasgow,
sem var byggt 1862 og oft kallað „stærsta hús á Islandi."
12) Bls. 19 eru taldir upp nokkrir heiztu embættismenn i Reykjavík
°S meðal þeirra eru nefndir í upptalningu tveir, — landfógeti, bæjar-
lógeti. — Þetta er líka slæm villa, að gera sér ekki grein fyrir, að þetta
Var á þeim tíma sama embættið og sami maðurinn.
13) Bls. 21 er talað um, að mál hafi verið höfðað gegn Jóni Ólafssyni