Saga - 1969, Page 238
234
RITFREGNIR
vegna apríl-hneykslisins og hann hafi áfrýjað dómnurn til landsyfir-
réttar, bæði notað í eintölu. Það er ekki rétt, málin og dómarnir
voru þrir.
14) Bls. 25 er talað um, hvaða atvinnu Þórður Thoroddsen aflaði sér
við hliðina á náminu í Lærða skólanum og Læknaskólanum, og aðeins
tilgreint, að hann hafi verið við búðar- og bókhaldsstörf hjá Smith.
Þetta er villandi, því að lang-írásagnarverðast var það, að Þórður
gerðist sem nýútskrifaður stúdent kennari í stærðfræði við latinu-
skólann, samhliða Læknaskólanáminu.
15) Bls. 26 segir, að skólapiltar hafi verið um 60 talsins, um það
leyti, sem farið er að segja frá deilum í Bandamannafélaginu. Það
er þá undarlegt, að við atkvæðagreiðslur í Bandamannafélaginu koma
fram a. m. k. 77 atkvæði. Enda er þetta rangt hjá Jóni, skólapiltar voru
nærri 80, en talan þó nokkuð breytileg frá ári til árs.
16) Bls. 27 segir, að lög Bandamannafélagsins hafi lagt bann við
því, að áróðri væri beitt við kosningar. En til hvers var Skúli Þá að
bera íram tillöguna um breytingu á lögunum, sem birtist á næstu
blaðsíðu hjá Jóni? Ég held þvi örugglega, að þetta sé rangt hjá hon-
um. Þetta ákvæði stóð ekki i lögunum, en þótti sjálfsagður hlutur
eftir rikjandi tíðaranda, og þannig verður það kjarninn í deilunum
miklu í Bandamannafélaginu.
17) BIs. 37 segir, að tveir kennarar, Björn Ólsen og Sigurður Jón-
asson slembir, hafi tekið launalaust við umsjón latínuskólans. Þetta
er ekki rétt. Sigurður slembir var Sigurðsson og óskiljanlegt, að nokk-
ur, sem setur sig inn í sögu latínuskólans, skuli tilgreina föðurnafn hans
rangt. Þá er það ekki heldur rétt að Sigurður slembir hafi verið skip-
aður umsjónarmaður skólans. Hið rétta er, að Björn Ólsen var skip-
aður umsjónarmaður og Halldór Kr. Friðriksson fjárgæzlumaður. Það
er líka vafasamt að segja „launalaust", þvi að viss hlunnindi fylgdu-
18) BIs. 38 segir, að Tryggvi hafi verið stirfinn við Skúla og hafi
það stafað af því, að skoðanir þeirra fóru lítt saman og Tryggva Þv'
ekki verið ljúft að veita honum úrlausn. Þetta er miklu flóknara radl
en hér er lýst, og verð ég að vísa til frásagnar minnar um þetta.
En í höfuðatriðum er það rangt, aS Tryggvi hafi verið stirfinn við
Skúla eða tregur að hjálpa honum. Hann veitti honum mikinn fjár-
stuðning, og fram kemur í bréfum Skúla, að honum var einmitt ka?r-
ast, að greiðslur frá Þorvaldi færu fram í gegnum Tryggva.
19) BIs. 44 segir, að Louis Pio hafi farið að gefa út „vikublaðið"
Sósíalistann. Þetta er kannski rétt svo langt sem það nær, að blaðið
var stutta stund vikublað. En hitt er frásagnarverðara, að Pio réðst
i það stórátak að gera Socialisten að dagblaði. Það hefði ekki heldur
sakað að geta þess, að það blað var upphaf Socialdemokratens, sem nú
heitir Aktuelt.
20) Bls. 45 segir, að fangelsisdómur hafi vofað yfir þeim Geleff og
Pio. Ég held það sé rangt að fangelsi hafi vofað yfir þeim, en hitt
er alkunna, að lögreglan mútaði Pio með 10 þúsund krónum.
21) Sömu blaðsíðu segir, að það hafi verið mikill hnekkir fyrir
verkalýðshreyfinguna, að þeir Geleff og Pio stukku úr landi. Sú skoð'