Saga - 1969, Síða 242
2S8
FRÁ SÖGUFÉLAGINU
Sigfús Haukur fullyrðir, að íslenzkri sagnvísi sé engin stoð að bók-
inni Kaupstaður í hálfa öld. Hún hefur þó orðið til þess, að hann hefur
skrifað tvær greinar. Ég kann honum beztu þakkir fyrir.
Stjórnarráð íslands 1904—1964
eftir Agnar Kl. Jónsson ráðuneytisstjóra og ambassador í Osló er
mesta frumsamið verk, sem Sögufélagið hefur gefið út á 67 ára ferli
sínum. Þetta er tveggja binda rit rúmlega 1100 blaðsíður og skreytt
160 myndum.
Þar er fjallað um viðburðaríkasta skeið íslenzkrar sögu, tíma mik-
illa sigra í sjálfstæðismálum og stórframkvæmda í verklegum efnum.
Þar greinir frá þvi, hvernig ríkisvaldið verður íslenzkt, hver sé skipan
þess og starfshættir, einnig frá torleystum vanda styrjalda- og kreppu-
ára, upphafi heimastjórnar, skipan ríkisstjórna og stefnumálum þeirra,
framkvæmdum og framkvæmdaleysi. Oft hefur ríkt einhugur um mark-
mið og athafnir, en oftar ágreiningur, sem hefur skipt mönnum í flokka
og andstæðar fylkingar. Agnar hefur um áratugi verið innan dyra í ís-
lenzkum ráðuneytum og gjörþekkir þann vettvang, sem hann lýsir.
Heimildavandur og hlutlægur í frásögn, undanbragðalaus og skýr í
framsetningu rekur hann marga mikilvægustu þætti Islendingasögu 20.
aldar.
Rit Agnars Kl. Jónssonar er eitthvert mesta stórvirki, sem ein-
staklingur hefur unnið rannsóknum á sögu Islendinga á 20. öld.
íslenzkir ættstuðlar
eftir Einar Bjarnason, 19 arka bók, yfir þrjú hundruð síður. Þetta er
bókin, sem íslenzkir ættfræðingar hafa lengi beðið. Eftir þvi sem
útgáfum heimilda frá liðnum öldum hefur þokað fram, hefur margs
konar fróðleikur komið i leitirnar og varpað nýju ljósi á forn vanda-
mál. Einar Bjarnason hefur lengi unnið að endurskoðun íslenzkrar
ættfræði fornrar. Hann hreinsar hana af getspeki, en lætur heimildir
tala sínu máli. Ætlunin er, að hér sé hleypt af stokkunum ritröð, sem
leysi af hólmi gömul og lítt fáanleg ættfræðirit.
Alþingisbækur Islands, XI. bindi,
birtir gerðabækur Alþingis á árunum 1721—30 og er 43 arkir að stærð.
Þær geyma grundvallarheimildir um íslenzka þjóðarsögu, réttarfar
í landinu, menningu og tungu þjóðarinnar og ílytja mikla persónusögu.
Þessi mikla bók kostar kr. 450.00 pbundin og kr. 600.00 í bandi.
Þá hefur félagið látið binda VI.—IX. bindi Alþingisbókanna, og
fást þau nú á kr. 400.00 bindið eða 1600.00 öll bindin. Sögufélagsmenn
geta skipt á bundnum og óbundnum Alþingisbókum með því að greiða
bandið, 200.00 kr.
Það er bæði Sögufélaginu og íslenzkum fræðum mikil nauðsyn, að
útgáfu Alþingisbókanna Ijúki sem fyrst, en hún er auðvitað háð
sölu þeirra. Það er virðuleg fjárfesting að kaupa Alþingisbækur ÍS'
Iands.