Saga - 1969, Page 243
ÍTRÁ SÖGUFÉLAGINÚ
23ð
Ferð til fortíðar
eða Evrópumenn sigra heiminn er mjög myndskreytt lítil lestrarbók
í sögu tímabilsins frá Markó Póló til Georgs Washingtons. Hér er um
að ræða stytta þýðingu og endursögn á 3. bindi af mannkynssögu eftir
margfrægan þýzkan sögukennara, Hans Ebeling.
Bók þessari er ætlað að rjúfa þá hefð, sem rikt hefur of lengi hér
á landi, að kennslubækur í sögu flytji staðreyndaþulu, sem menn hest-
húsa fyrir próf, en gleyma á næsta degi. Bókin er fléttuð úr samtíma-
heimildum bæði i myndum og máli. Hún flytur dramatískar, lifandi
frásagnir, sem eiga að vera unglingum eftirminnilegri en misþurr
upptalning staðreynda.
Ferð til fortíðar er ætluð 12 til 13 ára unglingum í Þýzkalandi. Góð
unglingabók á einnig erindi til fullorðinna. I rauninni hefur því litt
verið sinnt, hvernig saga er kynnt ungu fólki hér á landi. Það hefur
orðið að láta sér allt lynda, sem að þvi hefur verið rétt ýmist á islenzku
eða erlendum málum.
Sögufélagið hefur skyldum að gegna við æsku landsins. Þess vegna
tók það tilboði prentmyndagerðarinnar Litrófs um samvinnu við út-
gáfu myndskreyttra lestrarbóka í sögu. — Félagsverð kr. 250.00.
Sögufélagið á við margskonar erfiðleika að stríða, og einkum eru
fjármálin þung í skauti. Við í stjórn félagsins erum bjartsýnir eins
og dýrkendur sögunnar hljóta ávallt að vera. Við vonum þvi, að úr
rætist fyrir áramót og 1970 bíði okkar betri tíðir.
Efnahagsreikningar félagsins verða birtir í næsta hefti Sögu.
Við búum ekki einungis við erfiðan fjárhag, heldur þjakar okkur
einnig andleg fátækt og fámenni. Það er fámennt lið, sem stendur að
timaritinu Sögu og annar ekki öllu, sem þyrfti að gera. Okkur skortir
mjög ritdóma um íslenzka sagnfræði, ritgerðir um stöðu fræðigrein-
arinnar hér á landi og bókfræði íslenzkrar sögu. Allt hefur þetta verið
á dagskrá hjá okkur; við höfum boðað til funda og heitið á menn að
efla fjölbreytni tímaritsins. Undirtektir hafa verið góðar, en fram-
kvæmdir misjafnar hingað til.
Sökum alls konar verðhækkana neyddumst við til þess að fyigjast
Weð tímanum og hækka áskriftarverð Sögu upp í kr. 300.00.
SÖGUFÉLAGIÐ
I'ósthólf 172. Hafnarfirði.
Sími 51136
Bókabúð Braga Brynjólfssonar
Hafnarstræti 22. Sími 15597.
Skrifstofa Ragnars Jónssonar hrl.
Hverfisgötu 14. Sími 17752.