Saga - 1969, Page 246
242
FRÁ SÖGUFÉLAGINÚ
hafa aldrei verið gefnar út áður í heild. Setningu texta er þegar
lokið.
ísleiizkir œttstuðlar, II. bindi af ættfrœðiriti Einars Bjarnason-
ar prófessors.
Saga 1970 er ósamin eins og saga ársins, sem i hönd fer. Þetta
er eina timaritið, sem er einvörðungu helgað íslenzkri sagn-
fræði, og það speglar auðvitað ástand fræðigreinarinnar á hverj-
um tíma. Við skorum á unnendur íslenzkrar sögu að efla það
sem hezt.
ÚTGÁFUBÆKUIt SÖGUFÉLAGSINS 1969
heft innb.
Stjórnarráð íslands 1904—1964, tvö bindi
eftir Agnar Klemens Jónsson............. kr. 1175.00 1560.00
íslenzkir ættstuðlar eftir Einar Bjarnason — 385.00 575.00
Saga 1969 .................................. — 300.00
Alþingisbækur Islands XI,
útgefandi Gunnar Sveinsson skjalavörður — 450.00 600.00
Landsréttardómar og hæstaréttardómar
útgefandi Ármann Snævarr, fyrrv. há-
skólarektor............................... — 380.00
Ferð tii fortíðar eftir Hans Ebeling........ — 250.00
Útgáfubækur Sögufélagsins að þessu sinni eru rúmlega 180
arkir eða um það bil 3000 síður. Áskrifendum bjóðast allar út-
gáfubækur félagsins 1969 heftar á 2.600.00 kr., en á 3.300.00 kr.,
ef þrjár þeirra eru í handi.
Saga 1969,
tímarit, flytur m. a. merka rannsókn á upphafi íslenzkrar verkalýðs-
hreyfingar eftir Ólaf Einarsson cand. mag. Ritgerð þessi er gefin úl 1
félagi við Alþýðusamband Islands. — Þá flytur Saga ritgerð eftir
Magnús Má Lárusson háskólarektor: Sagnfræðin, erindi flutt á ráð-
stefnu Vísindafélags Islendinga síðastliðinn vetur.
Odd Didriksen, sem lesendum Sögu er kunnur af merkum rannsókn-
um á þingræðisbaráttu okkar Islendinga, á að þessu sinni ritgerð um
launungarbréf Vaitýs Guðmundssonar, og margt fleira efni er i ritinu.
Heftið byrjar á aðaltitilblaði fyrir 6.—7. bindi, sem binda má sam-
an, og er þar með efnisyfirlit bindanna, en Nafnaskrá þeirra fer hér
á eftir.