Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 9
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 9
JÓHANNA EINARSdÓttIR
Leikskólastarf af sjónarhóli foreldra
Umtalsverðar breytingar hafa orðið á leikskólastarfi á undanförnum áratugum. Í þeirri rann-
sókn sem hér er kynnt er athyglinni beint að viðhorfi foreldra til leikskólastarfsins. Markmið
rannsóknarinnar var að varpa ljósi á viðhorf foreldra til hlutverks leikskólans og reynslu þeirra af
samstarfi við leikskóla barna sinna. Þátttakendur, sem voru 43 foreldrar fimm og sex ára barna í
þremur leikskólum í Reykjavík, tóku þátt í hópviðtölum um leikskólastarfið. Niðurstöður benda
til þess að foreldrar geri þær meginkröfur til leikskólans að þar sé unnið með félagslega þætti,
börnunum líði vel, þau fái að njóta sín sem einstaklingar, læri að bjarga sér og umgangast og
bera virðingu fyrir öðru fólki. Umönnun og umhyggja starfsfólksins var mikilvægari en kennsla
ákveðinna þekkingaratriða eða færni. Foreldrarnir lögðu mest upp úr óformlegu samstarfi við
starfsfólk leikskólans þar sem þeir fengju upplýsingar um líðan barnsins og starfsemina. Fáir for-
eldrar óskuðu eftir meiri þátttöku í leikskólastarfinu eða þátttöku í ákvörðunum í leikskólanum.
inn gang ur
Hvað er gott leikskólastarf? Hvernig er hægt að koma auga á það? Og hvernig er hægt
að meta það? Þessar spurningar tengjast umræðu um gæði og mat á leikskólastarfi. Á
síðasta áratug 20. aldar fór að bera á gagnrýni á hvernig hugtakið gæði var túlkað og
notað og að undanförnu hefur fagfólk í leikskóla- og menntunarfræðum tekið undir
þessa gagnrýni og vefengt ríkjandi viðhorf sem birtist í einum sannleika og einni sýn
á gæði. Nýjar skilgreiningar á gæðum í leikskólastarfi hafa verið settar fram þar sem
litið er á gæði sem huglægt og einstaklingsbundið hugtak, byggt á gildismati, við-
horfum og áhuga fremur en hlutlausum og algildum raunveruleika (Dahlberg og
Åsén, 1994; Dahlberg, Moss, og Pence, 1999; Lee og Walsh, 2005; Mabry, 2001; Pence
og Moss, 1994; Tobin, 2005; Woodhead, 1998).
Samkvæmt þessum hugmyndum er gert ráð fyrir að veruleikinn hafi margar hliðar
og litið er svo á að ekki sé einungis um að ræða einn sannleika. „Sannleikur“ leikskóla-
stjórans getur t.d. verið annar en „sannleikur“ foreldris eða barns. Fram hafa komið
hugmyndir og aðferðir sem miða að því að fá fram mat og viðhorf ólíkra hagsmuna-
aðila leikskólans (Ceglowski, 2004; Ceglowski og Bacigalupa, 2002; Katz, 1995, 1999;
Uppeldi og menntun
19. árgangur 1.–2. hefti, 2010