Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 18
leiKSKÓlaStarf af SJÓnarHÓli foreldra
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/201018
Foreldrarnir voru sammála um mikilvægi þess að leikskólinn stuðlaði að því að börn
næðu að byggja upp sjálfstraust, lærðu að bera virðingu fyrir sjálfum sér og hafa trú
á eigin getu. ,,Að þau standi með sjálfum sér og beri virðingu fyrir öðrum er það
mikilvægasta,“ sagði ein móðirin. Foreldrarnir töldu einnig mikilvægt að leikskólinn
stuðlaði að sjálfstæði barnanna. Foreldrar í einum leikskólanum ræddu um hve þakk-
látir þeir væru starfsfólkinu fyrir að stuðla að því að börnin lærðu að bjarga sér og
treysta á sjálf sig. Þeim fannst mikilvægt að börnin væru hvött til að bjarga sér í dag-
legum athöfnum eins og að klæða sig og við matarborðið og leysa einföld mál sjálf.
Ein móðirin sagði t.d.: „Að klæða sig úr skóm og svoleiðis og smyrja sér brauð og
þetta. Þetta eru oft atriði sem við höfum ekki tíma til að kenna þeim. Maður er alltaf
að vinna svo mikið ...“.
Í hópnum sem vísað er til hér á eftir ræddu foreldrarnir um þátt leikskólans í að
undirbúa börn fyrir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi.
Móðir I: Já, að funkera í samfélaginu og að taka tillit, kunna að geta tekið ákvörðun,
að vera kurteis og að geta verið sáttur við ákvörðun sína – og svo náttúrulega þetta
að geta bjargað sér …
Móðir II: Já, og að vera heiðarlegur og kurteis.
Leikur og nám
Flestir foreldrarnir í rannsókninni voru sammála um mikilvægi þess að börn fengju
tækifæri til að leika sér úti og inni í leikskólanum. Foreldrarnir voru þó ekki allir á
einu máli um vægi leiks og skipulegs starfs fyrir elstu leikskólabörnin. Þeir höfðu líka
skiptar skoðanir á því hversu mikill sveigjanleiki væri æskilegur í leikskólastarfinu.
Viðhorf þeirra fóru nokkuð eftir því hvaða leikskóla börn þeirra sóttu en einnig voru
viðhorfin einstaklingsbundin.
Í tveimur af leikskólunum voru foreldrarnir nokkuð einhuga um mikilvægi leiksins
og vildu að börnin fengju tækifæri til að leika sér í leikskólanum. Ein móðir sagði. t.d.:
„Það á ekki að vera nein pressa … Þau verða nú að fá aðeins að leika sér líka. Það er nú
nógu mikil pressa þegar þau byrja í skóla.“ Margir foreldranna lögðu einnig áherslu
á að mikilvægt væri að börnin lékju sér úti og töluðu um að stundum væri eitthvað á
dagskrá sem gerði það að verkum að börnin færu ekki út. Það þótti þeim miður, börn-
in þyrftu „frjálsan leik, hlaup og læti“. Einn faðir sagði t.d.: „Það var ofboðslega mikil
föndurvinna, svona í skorpum. Það er ábyggilega mjög fínt en það má ekki leggja of
mikla áherslu á þetta. Börnin þurfa að komast út og hreyfa sig.“
Í nokkrum hópum ræddu foreldrarnir um að skipulag leikskólanna væri of stíft.
Ein móðir talaði t.d. um að þegar litið væri á skipulag leikskólans fyndist henni að of
lítið væri um frjálsan leik.
Það er söngstund, svo er matartími, svo er söngstund og það er hópastarf. …. Svo
bætist við hjá þeim heimspeki og svo þegar er frjáls leikur þá mega þau bara velja
um ákveðið, það er ekkert frjálsara en það, þú velur bara um ákveðna leiki. Er það
ekki alltaf þannig?