Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 19

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 19
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 JÓHanna e inarSdÓtt i r 19 Í öðrum hópi var einnig rætt um að börnin ættu að fá að ráða sér meira sjálf og varast ætti ofskipulag. Ein móðirin sagði t.d.: „Mér hefur fundist svona á leikskólum vera kannski aðeins of mikið um að börnunum sé stýrt í því hvað þau eiga að vera að gera. Mér finnst svona stundum einum of mikið skipulag.“ Önnur móðir var á sama máli og vildi hafa meiri frjálsan leik. Hún sagði: „Mér finnst leikskólinn svoldið stífur. Þetta er leikskóli. … Mér finnst þetta mætti vera meiri leikskóli. Þær eru náttúrulega orðnar hámenntaðar og vilja hafa þetta svona … í föstu formi. Mér finnst það stundum einum of … Það mætti vera aðeins lausara.“ Sama móðir sagðist hafa fengið skömm í hattinn frá starfsfólki leikskólans þegar hún kom með barnið seint í leikskólann vegna þess að skipulagið var það stíft að það hentaði ekki að börnin kæmu á misjöfnum tíma. Ekki höfðu allir foreldrarnir þessa skoðun. Ein móðir hélt því t.d. fram að börn, sem væru vön ákveðnu skipulagi og stífu prógrammi í leikskólanum, væru betur undirbúin fyrir grunnskólann en þau sem væru í leikskóla þar sem væri meira frelsi. Annað for- eldri í þeim hópi svaraði því hins vegar til að börn þyrftu bæði reglur og skipulag en líka leik og frjálsræði. „Ef þau fá bara að gera það sem þau vilja allan daginn þá verða þau leið. Sum börn eru í leikskólanum átta eða níu tíma á dag svo þau þurfa að hafa eitthvað skipulag.“ Í nokkrum hópum var rætt um að auka mætti skipulagt starf þegar börnin væru orðin eldri. Í einum leikskólanna lýstu margir foreldrarnir ánægju sinni með að vett- vangsferðir og skipulögð verkefni höfðu aukist mjög þetta síðasta ár barnanna í leik- skólanum eins og fram kemur í þessari umræðu: Móðir: Mér finnst þau dugleg svona að fara með þau á svona alls konar söfn … Þau fóru oft á Ásmundarsafnið og náttúrulega búin að fara í Alþingishúsið og … Sinfóníu- hljómsveitina og það finnst mér allt mjög gott. R: Já, vettvangsferðirnar. Þau hafa verið ánægð með það? Móðir: Já, mjög, og svona fara í heimsókn á Sóltúnsheimilið og heimsækja gamla fólkið og svona. R: Já, einmitt. Faðir: Landspítalann, þau fóru þangað líka. … Svo líka þessi verkefni eins og þarna með hverfisvitundina. Þau festu upp … öll húsin sem þau hafa teiknað, eru með kort uppi á vegg. Fóru og tóku myndir af öllum húsunum. Þau þekkja hvert hús fyrir sig. Foreldrar í öðrum leikskóla nefndu einnig vettvangsferðir og skipulagt starf með elstu börnunum og fannst að það mætti gera meira af því að fara með börnin út fyrir leik- skólann eins og fram kemur í þessari umræðu úr einum hópnum: Móðir I: Mér finnst það hefði kannski mátt gera meira af því að taka þau, þessa krakka, sem sagt, og fara með þau. Fara bara með þau á Þjóðminjasafnið eða svona vettvangsferðir. Móðir II: Já, svona aðeins meira krefjandi verkefni? Móðir I: Þau eru sum hver búin að vera í fjögur og hálft ár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.