Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 42
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/201042
KennSla Um orðHlUta eyKUr orðSKilning nemenda á yngSta Stigi grUnnSKÓlanS
Áhrif orðhlutakennslunnar
Til þess að meta áhrif kennslunnar á orðskilning voru framfarir kennslu- og saman-
burðarhóps við að leysa orðskilningsprófin á milli fyrirlagnanna þriggja bornar saman.
Tafla 1 sýnir meðaltöl hvors hóps um sig í bullorðaprófinu.
Tafla 1. Meðalfjöldi réttra skilgreininga á bullorðum fyrir og eftir inngrip
Fyrirlögn 1 Fyrirlögn 2 Fyrirlögn 3
M Sf M Sf M Sf
Kennsluhópur 3,0 2,3 7,7 2,8 8,6 1,5
Samanburðarhópur 2,2 3,5 2,0 2,6 4,7 3,4
Heild 2,5 3,0 4,6 3,9 6,5 3,2
Ath. Mesti mögulegur fjöldi réttra svara var 12
Eins og meðaltölin bera með sér var frammistaða beggja hópa fremur slök áður en
kennslan hófst. Kennsluhópurinn gat skilgreint þrjú af tólf orðum á fullnægjandi
hátt, og samanburðarhópurinn rétt rúmlega tvö orð að meðaltali. Þessi mynd gjör-
breyttist aftur á móti eftir að kennslutímabilinu lauk. Í fyrsta eftirprófinu gátu börnin
í kennsluhópnum skilgreint í kringum 65% bullorðanna rétt, og rétt tæp 72% þremur
mánuðum síðar. Samanburðarhópurinn tók aftur á móti engum framförum á milli
fyrstu tveggja fyrirlagnanna, en af einhverjum ástæðum virðist frammistaða hans
hafa batnað talsvert á milli fyrstu og annarrar fyrirlagnar.
Þessar niðurstöður voru greindar með 3 (fyrirlögn: 1, 2, 3) x 2 (hópur: kennsluhópur,
samanburðarhópur) dreifigreiningu fyrir endurteknar mælingar þar sem kannað var
hvort meðaltöl hvors hóps um sig breyttust marktækt á milli fyrirlagnanna þriggja.
Áhrifum aldurs var haldið stöðugum. Megináhrif fyrirlagnar voru marktæk F(2,34)=
23,7, p<0,001, og einnig kom fram marktæk samvirkni á milli hóps og fyrirlagnar
F(2,34)= 6,5, p<0,01. Það þýðir að aukningin á meðaltölunum á milli fyrirlagnar 1, 2 og
3 var breytileg eftir því hvaða hópi börnin tilheyrðu.
Eins og búist var við sýndu t-próf með Bonferroni-leiðréttingu að meðaltal kennslu-
hópsins hækkaði marktækt á milli fyrirlagnar 1 og 2, t(9)= 5.2, p<0.001, sem og á milli
fyrirlagnar 1 og 3, t(8)= 6,9, p<0.001. Engin marktæk breyting varð aftur á móti á meðal-
tölum samanburðarhópsins, nema á milli fyrirlagnar 2 og 3 t(9)= 5.2, p<0.01.
Tafla 2 sýnir meðaltöl barnanna í skilningi á afleiddum orðum bæði fyrir og eftir
inngrip.
Tafla 2. Meðalfjöldi réttra svara á raunorðaprófi fyrir og eftir inngrip
Fyrirlögn 1 Fyrirlögn 2 Fyrirlögn 3
M Sf M Sf M Sf
Kennsluhópur 20,7 5,8 26,5 7,2 24,9 6,2
Samanburðarhópur 20,2 5,3 20,4 6,0 22,3 5,8
Heild 20,4 5,4 23,2 7,2 23,4 5,9
Ath. Mesti mögulegur fjöldi réttra svara var 40