Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 56
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/201056
faglegt SJálfStæði grUnnSKÓla
barna sinna, geta fært „viðskipti“ sín annað ef skólinn uppfyllir ekki kröfur þeirra
(Henig, 1994, bls. 57).
Sænsku grunnskólalögin gefa mjög almenn fyrirmæli um það hvernig sveitarfélög
skuli haga stjórnun skólanna. Aðeins er tekið fram að hvert sveitarfélag skuli skipa eina
eða fleiri nefndir til að stjórna skólamálum sveitarfélagsins. Um hlutverk nefndanna
er síðan vísað til sveitarstjórnarlaga. Í þeim er einnig kveðið á um að skólastjóri leiði
starfið í skólunum og hafi forystu um þróun þess.
Eins og áður sagði gilda markaðslögmál um val foreldra á skólum. Því leggja skól-
arnir áherslu á að skapa sér sérstöðu og kynna sig á margvíslegan máta. Fjölmiðlar
halda uppi umræðu um skólastarf og birta niðurstöður samræmdra prófa, einkum
eldri nemenda, og skólar leitast við að ná til einstakra foreldra frekar en foreldra-
samtaka þegar þeir kynna áherslur sínar.
Dreifstýring á sviði skólamála í Svíþjóð hefur falist í því að ríkið færir ákvarðanir
beint til einstakra skóla. Einnig hefur ákvörðunarvald verið flutt til sveitarfélaga sem
geta flutt það áfram til hverfisstjórna sem aftur geta framselt það til einstakra skóla
(Helgesen, 2000).
Áherslur og afleiðingar
Stjórnskipulag skóla í þeim fjórum löndum sem hér hafa verið til umfjöllunar á það
sameiginlegt að ríkið stýrir skólastarfi með lögum, námskrám og ýmsum reglum. Ríkið
felur sveitarstjórnum tiltekin verkefni, ýmist fagleg eða rekstrarleg, sem þær geta deilt
út til einstakra skóla. Þá felur ríkið einnig skólum milliliðalausa framkvæmd ýmissa
mála.
Inntak náms er nákvæmast skilgreint í lögum og námskrám í Noregi og á Íslandi. Þar
er því svigrúm sveitarstjórna eða einstakra skóla til að móta námið minna en í Svíþjóð
og Danmörku. Fjárhagslegt svigrúm sveitarstjórna er aftur á móti mikið í öllum lönd-
unum.
Í framangreindum löndum gegnir skólastjóri lykilhlutverki í mótun skólastarfsins
en valdsviði hans eru þó takmörk sett. Í Noregi takmarkast það fremur af ríkisvaldinu
en sveitarstjórnum. Í Danmörku eru foreldrar í meirihluta í stjórn hvers skóla, skóla-
stjórn, sem skólastjóri er í forsæti fyrir. Í Svíþjóð er valdsvið skólastjóra einkum tak-
markað af frjálsu vali foreldra um skóla. Skólar keppa um nemendur þótt í reynd séu
þeir einkum úr næsta nágrenni skólans. Foreldrar hafa því nokkur áhrif með því sem
kalla má neytendastýringu þótt hún virðist vera fremur óvirk.
Á Íslandi hafa sveitarstjórnir verið að þróa ábyrgðarhlutverk sitt frá því að rekstur
grunnskólans færðist til þeirra árið 1995. Sveitarfélögin reka skólana þótt finna
megi undantekningar frá þeirri meginreglu. Þeim ber að framfylgja opinberri stefnu
stjórnvalda og þau geta mótað stefnu sveitarfélagsins en það hlutverk var styrkt í
grunnskólalögunum 2008. Frá sjónarhóli skólanna getur stefnumörkun sveitarfélaga
annaðhvort stutt starfsemi þeirra eða þrengt að þeirra faglega athafnarými. Þetta
kemur skýrt fram í umfangsmikilli rannsókn þeirra Addi-Raccah og Gavish (2010)
sem gerð var meðal skólastjóra í Ísrael. Þeir könnuðu viðhorf skólastjóra á svæðum
þar sem skólar höfðu fengið aukið svigrúm til að stjórna eigin málum, og báru þau