Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 101

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 101
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 101 H Ja lt i J Ó n Sv e i n S So n o g Bö r KU r H a n S en Tveir þátttakenda voru greindir í grunnskóla með ofvirkni og athyglisbrest, sem háði þeim í námi og starfi, auk þess sem ein stúlknanna kvartaði undan því að hafa ekki getað einbeitt sér, og það hafi tafið fyrir henni í námi. Þá væri hún lesblind en hefði ekki fengið greiningu fyrr en hún var komin í VMA. Annar viðmælandi, piltur, lýsti einkennunum þannig: Óróleiki. Ég átti það til að stríða öðrum. Truflaði kennslu stundum. Reyndi oft að sleppa við að fara í tíma, eins og íþróttir og sund, ég mætti rosalega lítið í það. Ég var settur á rítalín en tók það ekki nema í hálfan vetur eða svo, ég varð bara allt of sljór. Hinn þriðji lýsti þessu svo: Þetta var ástæðan fyrir því að ég átti lítið af vinum, ég var bara einn, hékk bara heima í tölvunni og þannig. Ég held að það hafi ekki bara verið rítalínið en það átti sinn part í þessu. Ég á erfitt með að lesa vegna athyglisbrestsins. Maður fékk meira að segja stundum svitakast þegar ég þurfti að sitja kjurr og lesa til dæmis, og stundum í prófum. Þetta voru alveg vandræði hjá mér. Ég þurfti jafnvel að taka aukabol með mér í skólann, ég svitnaði svo. Ein stúlknanna var aldrei greind með lesblindu eða athyglisbrest þó svo að hún hefði átt í erfiðleikum með lestur auk þess sem hún kvaðst jafnframt hafa átt erfitt með að einbeita sér. Hún var aftur á móti áræðin og fann sínar eigin leiðir til þess að ná settu marki: Ég sagði til dæmis sálfræðikennaranum að ég þyrfti að glósa á tölvu. Svo sagði ég honum að á meðan fyrirlestur er, þegar ég er búin að skrifa og ég er að lesa til þess að halda athyglinni þegar ég er að hlusta, þá finnst mér gott að vera að gera eitthvað. Ég er ekki að krota en ég er að leggja kapal. ,,Ég tek ekkert eftir kaplinum, þetta er bara til þess að ég fari ekki að hugsa um allt annað og missa alla athyglina, “ sagði ég við hann. Niðurstöðurnar bera með sér að stór hópur nemenda virðist glíma við námsörðug- leika og stundum af alvarlegu tagi. Þá virðist að þó svo að komið sé til móts við þá lesblindu eftir að þeir hafa verið greindir beri að huga betur að nemendum með ofvirkni og athyglisbrest. Kvíði sem fylgifiskur námsörðugleika Kvíði er hugtak sem oft kemur fram í viðtölunum þegar fjallað er um slakt gengi og slæma líðan í skóla. Fram kemur að ástæður hans voru ekki aðeins námsörðugleikar heldur einnig einelti sem þrír þátttakendur fullyrtu að þeir hefðu orðið fyrir. Flestir þátttakenda töluðu um kvíða í prófum og í sumum tilvikum var hann mikill og viðvarandi eins og þetta dæmi sýnir: Ég var ofsalega hræddur við próf og svoleiðis. Bara venjuleg kaflapróf gerðu mig kvíðinn og hræddan. Ætli það hafi ekki verið út af því að mér gekk svo illa að læra. Þegar maður var lítill settist ég bara niður og grenjaði, ég var svo kvíðinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.