Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 117
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 117
gUðmUndUr ingi gUðmUndSSon og gUðBJörg linda rafnSdÓttir
sjálfstæði. Óánægja kennara fylgdi þáttum eins og vinnuálagi, lágum launum og virð-
ingarleysi annarra gagnvart kennara starfinu. Þetta er samhljóða kenningum Herzberg
o.fl. (1959).
Að mati Sergiovanni og Starratt (1983) er ein af forsendum árangursríks skólastarfs
ánægðir kennarar sem líta á starf sitt sem merkingarbært, mikilvægt og áhrifaríkt.
Niðurstöður Sergiovanni og Starratt eru samhljóða rannsóknum Örnu H. Jónsdóttur
(2003) á starfsánægju leikskólakennara. Mesti áhrifavaldur starfsánægju þeirra reynd ist
vera persónulegur árangur þeirra í starfi með börnunum, byggður á mati á eigin
frammistöðu.
Í rannsókn Sigrúnar Aðalbjarnardóttur (2007) lögðu grunnskólakennarar áherslu á
að ein forsenda þess að líða vel í skólastarfi og ná árangri væri að eiga samskipti við
nemendur sem byggðust á gagnkvæmri virðingu, trausti, væntumþykju og öryggis-
kennd. Rannsókn Hafdísar Ingvarsdóttur (2004) á fimmtán framhaldsskólakennurum
sem kenna erlend tungumál og raungreinar sýndi að kennararnir lögðu allir, líkt og
kennarar á yngri stigum, áherslu á mikilvægi góðra samskipta við nemendur. Þeir
byggðu upp tengsl sem voru grundvölluð á gagn kvæmu trausti og virðingu.
Jóna Guðbjörg Torfadóttir og Hafdís Ingvarsdóttir (2008) gerðu rannsókn í fram-
haldsskóla þar sem markmiðið var m.a. að fá innsýn í það hvernig kennari byggir upp
tengsl við nemendur. Niðurstöður Jónu og Hafdísar gáfu til kynna að næmi kenn-
arans á þarfir nemenda og kunnátta hans í að leiða samræður farsællega til lykta væru
þættir sem gætu skipt sköpum við að byggja upp gagnkvæmt traust milli kennara og
nemenda.
Rannsóknir Robbins og Judge (2007) og Hackman og Oldham (1980) sýndu að fjöl-
breytni og sjálfræði í starfi, ábyrgð og endurgjöf eru almennt þættir sem líklegir eru til
að hafa jákvæð tengsl við starfsánægju. Þessir þættir tengjast innri hvatningarþáttum
Herzberg og félaga (1959). Auk þess töldu Robbins og Judge (2007), Antonovsky
(1988, 1993) og Hackman og Oldham (1980) mikilvægt að starfsmönnum finnist starfið
hafa tilgang. Þættir eins og einhæfni, litlar áskoranir og lítil ábyrgð eru síður líklegir
til að skapa starfsánægju.
Hackman og Oldham (1980) telja jafnframt að hvatning í starfi velti fremur á skipu-
lagi starfa og stjórnun þeirra en á ólíkum persónubundnum einkennum starfsmanna.
Þeir settu fram líkan (sjá mynd 2) sem sýnir hvernig einstakir sjálfsmetnir starfsþættir
geta tengst starfsánægju sem og frammistöðu starfsmanna. Að þeirra mati er mikilvægt
að hvert starf innihaldi alla þá fimm starfseinkennaþætti sem fram koma í líkaninu.