Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 119
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 119
gUðmUndUr ingi gUðmUndSSon og gUðBJörg linda rafnSdÓttir
hrós og stuðningur skólastjórnenda skiptir kennara miklu. Þessar rannsóknir sýna þó
að skólastjórar fylgjast takmarkað með starfi kennarans í kennslustofunni og að þeir
veiti kennurum ekki nægilega hvatningu og uppörvun í starfi. Kennarar telja sig helst
fá hvatningu frá nemendum en oft ekki fyrr en að kennslu er lokið eða jafnvel seinna
á lífsleiðinni (Anna Þóra Baldursdóttir, 2000; Anna Þóra Baldursdóttir og Valgerður
Magnúsdóttir, 2007; Arna H. Jónsdóttir, 2003; Oddný G. Harðardóttir, 2001; Sólveig
Karvelsdóttir, 2002).
Í rannsókn sinni á viðhorfum grunnskólakennara í Bretlandi kemst Evans (1998) að
þeirri niðurstöðu að leiðtogahæfileikar skólastjórnenda gegni lykil hlutverki í starfs-
ánægju kennaranna. Þeir leiðtogahæfileikar sem höfðu jákvæð áhrif á kennara byggðust
á persónulegum eiginleikum skólastjórnenda, samskiptahæfni þeirra, skýrri framtíðar-
sýn, fagmennsku og stjórnunarhæfileikum. Að mati Evans þurfa skóla stjórnendur að
huga að einstaklingsbundnum þörfum og væntingum kennara í starfi, veita þeim er
þess óska aðgang að ákvarðanatöku um hag skólastofnunarinnar og taka eftir starfi
kennara í skólanum með því að fylgjast með því sem fram fer í kennslustofunni.
Samkvæmt Sergiovanni og Starratt (1993) hafa rannsóknir sýnt að kennarar verði
ánægðari í starfi ef þeir finna fyrir jákvæðum stuðningi samstarfsfólks og góðri sam-
vinnu. Trausti og opnum samskiptaleiðum á milli kennara er haldið á lofti og litið er á
samskipti og samráð sem grundvöll námssamfélags í skóla.
Hafdís Ingvarsdóttir (2006) telur að samskipti og samstarf kennara feli oft í sér
tæknilegt samstarf, það er samstarf um skipulag kennslu, námsefnis, yfirferðar og
námsmats. Hafdís telur að slíkt tryggi ekki frjótt samstarf, sem byggist á gagnrýnni
umræðu kennara um starf sitt, og sé ekki til þess fallið að rjúfa einangrun kennarans
í starfi sínu.
markmið og rannsóknaraðfErð
Meginmarkmið rannsóknarinnar var að svara tveimur spurningum sem báðar lúta að
starfsánægju framhaldsskólakennara. Þær eru: Hvaða þættir leiða helst til starfsánægju
framhaldsskólakennara? Hafa innri hvatningarþættir í starfsumhverfinu meiri áhrif á starfs-
ánægju kennara en ytri þættir?
Til að fá svör við spurningunum voru notaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir.
Tekin voru einstaklingsviðtöl við tólf framhaldsskólakennara sem starfa við þrjá
framhalds skóla á Íslandi. Með viðtölum við kennarana var leitast við að öðlast fyllri
skilning á því hvaða merkingu kennararnir leggja í starfsánægjuþætti en fengist með
megindlegri rannsókn á stórum hópi kennara. Eftir tólf viðtöl var komin ákveðin
mettun í gögnin.
Við val á kennurunum var haft til hliðsjónar að gæta jafnvægis og fjölbreytni með
tilliti til kynferðis, aldurs, starfsreynslu og faggreinakennslu. Tekin voru viðtöl við
jafn margar konur og karla á ólíkum aldri og með ólíka kennslureynslu. Kennararnir
kenndu félags- og raungreinar. Við val á framhaldsskólum var fjölbreytni einnig höfð
til hliðsjónar og ólíkir skólar valdir hvað varðar stærð, skipulag og umhverfi. Einn
skólanna var fjölmennur bók- og verknámsskóli og með áfangakerfi, annar fámennur