Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 136

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 136
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010136 að alaSt Upp með fötlUn Í viðtölunum, bæði einstaklingsviðtölum og rýnihópaviðtölum, var spurt um æsku og uppvöxt þátttakenda og reynslu þeirra af því að alast upp með fötlun. Einstaklings- viðtöl voru tekin við alla tólf þátttakendurna en sjö tóku þátt í rýnihópaviðtölum. Í einstaklingsviðtölum var notaður viðtalsrammi til að fá sambærilegar upplýsingar, en áhersla var jafnframt lögð á að ungmennin lýstu með eigin orðum því sem skipti þau mestu máli (Fracer o.fl., 2004; Taylor og Bogdan, 1998). Einnig var leitast við að fá við- mælendur til að lýsa þeim skilningi sem þau legðu í sig og aðstæður sínar, og þau beðin að segja frá viðbrögðum umhverfisins við þeim og skerðingunni. Í rýnihópaviðtölum var viðtalsramminn hafður til viðmiðunar en jafnframt leitast við að fylgja eftir ýmsum atriðum sem komu upp í einstaklingsviðtölunum (tengdum skólagöngu, vináttu, fjöl- skyldu, glápi á almannafæri og fleiru slíku) og leitast við að fá fram umræður og skoðana- skipti varðandi þessi atriði til að varpa betra ljósi á þau. Öll viðtölin voru hljóðrituð með leyfi þátttakenda og síðan afrituð orðrétt. Einstaklingsviðtölin voru frá 40–60 mínútur að lengd. Rýnihópaviðtölin voru lengri eða um ein og hálf klst. Þátttökuathuganir fóru fram með sumum þátttakenda. Þær fólust í því að fylgja ungmennunum eftir í daglegu lífi þeirra. Flestar þátttökuathuganir fóru fram í frístundum ungmennanna. Nákvæmar lýsingar voru skráðar niður eftir hverja slíka vettvangsheimsókn. Í þátt- tökuathugunum hittum við fleiri fötluð ungmenni en þau tólf sem sjónum er beint að í þessari grein og þó að ekki sé gerð sérstök grein fyrir þeim hér áttu þau sinn þátt í að veita okkur innsýn í daglegt líf fatlaðra ungmenna. Frumgreining rannsóknargagnanna fór fram samhliða gagnaöflun og fólst í því að við skráningu á gögnunum voru skrifaðar athugasemdir og hugleiðingar rannsakenda, dregnir fram þættir sem þóttu athyglisverðir og mikilvægir og skrifuð greiningar- blöð um suma þeirra, meðal annars til þess að geta fylgt þeim eftir í næstu viðtölum. Í lok gagnasöfnunar með þessum hópi þátttakenda voru öll viðtöl og vettvangsnótur frá þátttökuathugunum marglesin og þau kóðuð og greind samkvæmt aðferðum grundaðrar kenningar (Charmaz, 2006; Taylor og Bogdan, 1998). Niðurstöðurnar sem birtar eru í þessari grein byggjast á gögnum frá tólf hreyfihöml- uðum ungmennum og því er ekki unnt að alhæfa um öll fötluð börn og ungmenni á grundvelli þessara gagna, ekki heldur um hreyfihömluð ungmenni, enda er það ekki markmið þessarar rannsóknar heldur er tilgangur hennar að öðlast skilning á daglegu lífi fatlaðra barna og ungmenna og afla þekkingar sem endurspeglar skilning þeirra og sjónarhorn. Mikilvægt er þó að taka fram að niðurstöðurnar sem birtast í þessari grein eru í mörgu sambærilegar við niðurstöður úr öðrum þáttum rannsóknarinnar auk þess sem þær eru að ýmsu leyti samhljóða erlendum rannsóknum. Rannsóknin var samþykkt af siðanefnd Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og tilkynnt til Persónuverndar. Siðferðilegir þættir eru mikilvægir í rannsóknum sem snúa að viðkvæmum hópum. Oft reynist erfitt í litlu samfélagi eins og Íslandi að tryggja nafnleynd og trúnað við þátttakendur, ekki síst þegar þeir eru úr tiltölulega litlum og auðþekkjanlegum hópi fólks eins og hér er um að ræða. Til að koma í veg fyrir að ung- mennin þekkist höfum við sleppt því að nota nöfn og forðumst lýsingar á skerðingu þátttakenda og öðrum persónulegum eða félagslegum aðstæðum þeirra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.