Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 157

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 157
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 157 i n g i rú n a r e ðva r ðS So n o g g U ð m U n d U r K r i S t Já n ÓS K a rS S o n störfunum væru hærri en strákarnir töldu að þau væru. Ætla má að þessi atriði endur- speglist í vali á námssviði þannig að fleiri konur sæki í kennaranám og hjúkrunar- fræði og karlar frekar í viðskipti og raungreinar. Konur sækja þó inn á margar greinar sem áður voru karlagreinar, svo sem endurskoðun, læknisfræði, og viðskiptafræði og þannig má áfram telja. Bæði hér og erlendis hafa verið gerðar rannsóknir á þeim þáttum sem móta val hjúkrunarfræði-, kennara- og viðskiptafræðinema á námssviði. Fyrst verður vikið að viðskiptafræðinemum við bandaríska viðskiptaháskóla (e. college). Niðurstöður rann- sókna sýna að val á aðalgrein mótast af mörgum þáttum, en í megindráttum eru niður- stöður svipaðar og sýna að áhugi á viðfangsefni hefur sterkustu áhrifin á val á grein. Undir þeim lið hafa rannsakendur flokkað atriði eins og persónulegan áhuga nemenda, getu til að kljást við viðfangsefni, að námsgrein sé erfið og ögrandi, að nemandanum þyki námsgreinin skemmtileg og að námið falli vel að persónuleika hans. Nátengt áhuga á námssviði er sérkenni námsgreinar en undir það atriði fellur fjölbreytni náms, framboð á námskeiðum, orðstír námsbrautar og styrkleiki háskóladeildar. Sumar rannsóknir tilgreina áhrif frá öðrum, eins og ráðgjöfum, foreldrum og vinum. Í flestum rannsóknum kemur fram að þættir sem lúta að starfsframa, svo sem atvinnumögu- leikar og laun, hafi einnig áhrif þegar viðskiptafræðinemar velja sér námssvið. Undir þetta falla þættir eins og möguleiki á starfi að námi loknu, sveigjanleiki og starfsframi, starfsöryggi, byrjunarlaun, miklir tekjumöguleikar og fleira. Loks má nefna sál-félags- legan ávinning, þ.e. að vinna í hóp, félagsleg samskipti og að val á námi sé viðurkennt af vinum og fjölskyldu (Beggs, Bantham og Taylor, 2008; Malgwi, Howe og Burnaby, 2005; Strasser, Ozgur og Schroeder, 2002). Nokkur kynjamunur birtist í þessum rann- sóknum: Konur velja námið frekar til að öðlast hæfni í faginu, en karlar huga frekar að starfsframa og tekjumöguleikum. Hafa ber í huga að þessar rannsóknir taka mið af einu landi og ungu fólki á aldrinum 18–25 ára. Þær bera að túlka með þeim fyrirvara. Mooney, Glacken og O‘Brien (2008) notuðu rýnihópa í írskum háskóla til að komast að því hvers vegna 23 hjúkrunarnemar hefðu valið hjúkrunarfræði sem starfsvett- vang og hvers vegna þeir hefðu innritast í hjúkrunarfræðinám. Helstu niðurstöður voru þær að allir viðmælendur höfðu valið sér starfsvettvang sem tengdist umönnun (e. caring). Nokkrir höfðu ekki sett hjúkrun í fyrsta sæti en höfðu ekki nægilega háar einkunnir til að komast í kennaranám eða önnur heilbrigðisstörf. Fjölskylda og vinir sem störfuðu við hjúkrun höfðu mjög mikil áhrif á val einstaklinga á hjúkrunarfræði. Cho, Jung og Jang (2010) báru saman starfs- og námsval hjúkrunarfræðinema og annarra nema í Kóreu. Rannsakendur notuðu mennta- og starfagagnagrunn til að bera saman hópana. Helstu niðurstöður voru þær að hjúkrunarfræðinemarnir völdu námssvið aðallega í ljósi starfsmöguleika (e. employability), hæfni í námi, fyrri einkunna og félagslegrar virðingar. Aðrir nemendur settu hins vegar hæfni í námi í fyrsta sæti og síðan fyrri einkunnir, aðra þætti og félagslega virðingu. Umfangsmikil rannsókn Richardson og Watt (2006) meðal kennaranema í þremur áströlskum háskólum leiddi í ljós að sá þáttur sem helst hafði áhrif á val nemenda á kennaranámi var eigin kennsluhæfileikar að mati svarenda (e. perceived teaching abilities). Í öðru sæti var áhugi á kennslu sem starfi og aðrir áhrifaþættir voru að hafa félagsleg áhrif, móta framtíðina og að vinna með börnum og ungmennum. Þetta eru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.