Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 181
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 181
GuðRúN GEIRSdÓttIR oG
INGÓlFuR áSGEIR JÓHANNESSoN
Bolognaferlið og íslenskir háskólar:
Inngangur
Undanfarinn áratug hefur íslenskum háskólum fjölgað og síðan aftur fækkað með
sameiningu. Nemendum hefur fjölgað úr rúmlega 12.000 haustið 2001 í um 19.000
haustið 2009. Fræðimönnum og öðru starfsfólki hefur fjölgað og faglegt umhverfi
hefur breyst. Líklega náði breytingaferlið hápunkti sínum á árinu 2007 þegar öllum
háskólum landsins var gert að sækja um viðurkenningu á fræðasviðum í samræmi
við ný lög um háskóla nr. 63/2006. Umræðuefnið í þessu hefti er þó hvorki útþensla
háskólanna né viðurkenningarferlið sem slíkt heldur þátttaka Íslands í evrópsku
háskólasamstarfi sem hefur verið nefnt Bolognaferlið.
Upphaf Bolognaferlisins má rekja til ársins 1999 þegar menntamálayfirvöld Evrópu-
ríkja gáfu út yfirlýsingu um að þau myndu vinna sameiginlega að því að styrkja Evrópu
með því að skapa sameiginlegt menntasvæði æðri menntunar fyrir 2010 (sjá nánar í
grein Þórðar Kristinssonar, Bolognaferlið: Saga og tilgangur, í þessu hefti). Ísland var
eitt af þeim ríkjum sem skrifuðu undir Bolognayfirlýsinguna og hefur verið unnið að
því að innleiða þetta ferli á ýmsan máta. (Hér er fylgt þeirri málvenju sem hefur skapast,
að „innleiða ferli“.)
Greinarnar í Viðhorfsþættinum eru að þessu sinni níu: Fyrst er inngangsgrein
ritstjóra þáttarins, næst er grein Þórðar Kristinssonar um sögu og tilgang Bolognaferlis-
ins og loks sjö greinar um háskólana.
Markmið og spurningar Viðhorfsþáttarins
Nú, þegar Bolognaferlið hefur staðið í áratug, þótti ritnefnd Uppeldis og menntunar
við hæfi að staldra við og skoða hvernig til hefur tekist og kortleggja reynslu íslensku
háskólanna, sem nú eru sjö talsins. Kveikja umfjöllunarinnar er erindi sem ritstjórar
Viðhorfsþáttarins fluttu á Evrópsku menntarannsóknaráðstefnunni haustið 2009
(Guðrún Geirsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2009). Ritstjórarnir hafa báðir
verið virkir í Bolognaferlinu hvor í sínum háskóla og Guðrún auk þess á landsvísu.
Leitað var til fólks sem hefur verið í framlínu íslenskra háskóla við innleiðingu
Bolognaferlisins. Höfundar greinanna, sem eru tíu talsins, skrifa í eigin nafni en segja
frá starfi háskólanna sjö og miðla þannig reynslu og sjónarmiðum. Í bréfi sem þeim var
sent var tekið fram að ritnefnd Uppeldis og menntunar vildi fá fram sem fjölbreyttust
viðhorf. Við báðum þó höfunda um að hafa til hliðsjónar nokkrar spurningar: Hvaða
Uppeldi og menntun
19. árgangur 1.–2. hefti, 2010