Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 182

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 182
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010182 viðHorf áhrif hefur Bolognaferlið haft á stjórnun, skipulag, inntak, kennsluhætti og náms- mat í viðkomandi háskóla? Hvaða hugmyndir má greina í skrefum Bolognaferlis- ins um gæði og skilvirkni háskóla? Hefur háskólanum sem þú starfar við tekist að nýta sér einhver skref Bolognaferlisins í gæðastarfi innan háskólans – eða hafa einhver atriði verið til trafala? Hvers konar andstöðu hefur Bolognaferlið mætt í viðkomandi háskóla – og hvers vegna – að þínu mati? Er næg þekking á Bolognaferlinu til staðar í viðkomandi háskóla og hvað hefur verið gert til að mæta þörf kennara og annarra fyrir þekkingu? Telur þú að ólík stofnanamenning í háskólunum skipti máli þegar kemur að viðtöku skrefanna í Bolognaferlinu? Með þessum spurningum vildum við beina sjónum að háskólastarfi á grasrótarstiginu, þ.e. skoða hvort og þá hvernig Bolognaferlið hefði haft áhrif á nám og kennslu í háskólum. Við settum engin skilyrði um form og niðurstaðan var sú okkur bárust ólíkir textar að gerð og lengd sem ritstýrt var í samvinnu við höfundana. Textarnir endurspegla menningu viðkomandi skóla og þeim var því flestum lítið ritstýrt. Ólík notkun orða er til vitnis um fjölbreytni í útfærslu skólanna, t.d. sýnist okkur enska orðasambandið learning outcomes vera þýtt sem námsmarkmið, hæfniviðmið eða lærdómsviðmið. Einnig er gaman að sjá að háskólarnir ýmist brautskrá eða útskrifa kandídatana sína og því var að sjálfsögðu ekki breytt við yfirlestur handritanna. Gæðakerfi háskólanna og hugtök sem snerta þau eru mjög ólík frá einum skóla til annars enda engin sam- evrópsk fyrirmæli um hvernig þau eigi að vera. Við samhæfðum einkum umfjöllun um viðauka við prófskírteini sem oftast er talað um sem skírteinisviðauka. Þar er í öllum greinunum átt við diploma supplement þar sem koma fram margvíslegar skýringar á inntaki og eðli náms. Skírteinisviðauki fylgir prófskírteinum brautskráðra kandídata frá skólunum. Í greinunum er einnig oft rætt um svokallað ECTS-einingakerfi, sam- hæft evrópskt einingakerfi; skammstöfunin stendur fyrir European Credit Transfer System. Með kerfinu urðu þær einingar sem íslenskir háskólar nota helmingi fleiri en áður. Einingabreytingin var því að sjálfsögðu ekki flókin sem slík en mun meira áberandi út á við en skírteinisviðaukinn. Viðhorf og reynsla íslenskra háskóla af Bolognaferlinu Greinarhöfundarnir tíu telja að nokkuð almenn ánægja ríki innan þeirra skóla með innleiðingu Bolognaferlisins og að háskólakennarar og aðrir sjái hag í þátttöku. Þeir sjá innleiðinguna sem mikilvægt tækifæri til að styrkja og efla litla háskóla í alþjóðlegu samhengi og benda á aukin samskipti erlendis máli sínu stuðnings, og að samræmt mat á námi nemenda auðveldi stúdentaskipti. Þeir telja jafnframt að vel hafi gengið að innleiða formlega eða kerfislæga þætti eins og uppbyggingu náms (3+2+3 kerfið, þ.e. þrjú ár á bakkalárstigi, tveggja ára meistaranám, þriggja ára doktorsnám), ECTS- námseiningar og skírteinisviðauka enda eru flestir háskólanna ungir og hafi ekki búið að annars konar hefðum. Þá telja greinarhöfundarnir mikilvægt að fulltrúar háskólanna hafi komið að verk- efninu strax í upphafi í gegnum samstarfsnefnd menntamálaráðuneytis og þannig verið virkir þátttakendur í að hafa áhrif á og kynna Bolognaferlið í sínum skólum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.