Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 210
StEINN JÓHANNSSoN
Bolognaferlið í Háskólanum í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík (HR) hefur verið þátttakandi í Bolognaferlinu allt frá árinu 2001
þegar íslensku háskólarnir mynduðu samstarfshóp um Bolognaferlið á Íslandi. Sam-
starfshópurinn hefur átt reglulega fundi með fulltrúa mennta- og menningarmálaráðu-
neytisins og rætt innleiðingu og framkvæmd ferlisins hér á landi.
Í upphafi var fyrst og fremst unnið að innleiðingu skírteinisviðauka sem nemendur
fá afhentan við útskrift. Fyrsta útskriftin þar sem nemendur fengu slíkan viðauka var
árið 2004. Í framhaldi af þeirri vinnu var ákveðið að setja allar upplýsingar um nám
í kennsluskrá upp samkvæmt ECTS-staðli. Árið 2004 sótti skólinn um styrk til að fá
sérstaka ECTS-ráðgjafa í heimsókn. Í þeirri heimsókn var farið yfir gögn frá skólanum
og kynntu ráðgjafarnir sér hvernig skólinn var að innleiða og fara eftir Bolognasam-
þykktinni. Fengu stjórnendur og aðrir sem komu að kennslu og gæðamálum upplýs-
ingar um hvað mætti lagfæra og breyta.
Í kjölfarið var ákveðið að leggja sérstaka áherslu á eftirfarandi þætti á námskeiðs-
vefjum: Hæfniviðmið námskeiða (áður námsmarkmið), lýsingar á námskeiðum,
kennsluaðferðum og námsmati, kennslubækur og skipulag og stundatöflu. Var gerð
krafa til kennara um að þessar upplýsingar yrðu að liggja fyrir áður en hefðbundin
kennsla hæfist á hverju skólamisseri. Í dag er kveðið á um að þessar upplýsingar séu
komnar á vef námskeiða a.m.k. tveimur vikum áður en kennsla hefst.
Sérstök áhersla var lögð á það í námskeiðum að námsmat og kennsluaðferðir væru
fjölbreyttar og er það í samræmi við reglugerð skólans þar sem eftirfarandi kemur
fram í grein 4.3: Námsmat skal að jafnaði vera fjölbreytt í hverju námskeiði. Þar með
er talið fleira en eitt af eftirtöldu: lokapróf, miðannarpróf, skyndipróf, einstaklings- og
hópverkefni eða þátttaka í kennslustundum (Reglugerð fyrir Háskólann í Reykjavík,
gr. 4.3; sjá enn fremur Háskólinn í Reykjavík, 2009, bls. 11). Starfsmaður kennslusviðs
skólans fer yfir námskeiðslýsingar ásamt verkefnastjórum deilda og tryggir þannig að
þessu ákvæði sé fylgt eftir.
Átak hefur verið gangi í skólanum þar sem sérstök áhersla hefur verið lögð á hæfni-
viðmið námskeiða og tengsl þeirra við hæfniviðmið námsbrauta og námsmat. Starfs-
fólk kennslusviðs hefur staðið fyrir námskeiðum fyrir kennara, sviðsstjóra og starfsfólk
deilda um ritun, uppbyggingu og innleiðingu hæfniviðmiða. Samkvæmt Bologna-
ferlinu skiptir miklu máli að nemendur séu meðvitaðir um þá þekkingu, leikni og
hæfni sem þeir eiga að hafa tileinkað sér við lok námskeiða og verða kennarar að
kynna þau viðmið vel í byrjun kennslumisseris.
Uppeldi og menntun
19. árgangur 1.–2. hefti, 2010
210