Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 215
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 215
viðHorf
Í Háskóla Íslands nýttist hinn evrópski leiðarvísir um gæðamál sem grunnur áfram-
haldandi vinnu við þróun og mótun gæðakerfis en formlegt gæðakerfi Háskólans
hafði verið samþykkt á háskólafundi og í háskólaráði vorið 2002. Til að renna traustari
stoðum undir gæðakerfi skólans var árið 2004 sett á laggirnar sérstök ráðgjafarnefnd
rektors um gæðamál og árið 2006 var skipuð gæðanefnd háskólaráðs. Hlutverk nefnd-
arinnar er að tryggja og auka gæði kennslu, rannsókna og stjórnunar við Háskóla
Íslands. Í því felst m.a. að styrkja gæðakerfi skólans og efla gæðamenningu innan hans.
Á vettvangi nefndarinnar hefur á undanförnum árum verið unnið mikilvægt starf í
þágu tryggingar og eflingar gæða á öllum sviðum starfseminnar í samvinnu við aðrar
starfsnefndir háskólaráðs. Háskóli Íslands gengst enn fremur með reglubundnum
hætti undir margvíslegt ytra mat á gæðum starfseminnar sem framkvæmt er af óháðum
alþjóðlegum sérfræðingum og lítur Háskóli Íslands á það sem mjög mikilvægan þátt í
gæðastarfi skólans. Gæðamál heyra formlega undir skrifstofu rektors Háskóla Íslands
og þar starfa aðstoðarrektor vísinda og kennslu, sem jafnframt er formaður gæða-
nefndar, og gæðastjóri skólans.
Gæðakerfi Háskóla Íslands samanstendur af fjölmörgum efnisatriðum sem ná til
allra helstu þátta starfseminnar. Sem dæmi um efnisþætti sem falla undir gæðakerfið
má nefna mats- og hvatakerfi rannsókna, ráðningar- og framgangskerfi akademískra
starfsmanna, reglur um undirbúning og inntöku nýnema, reglur um námsmat, eininga-
mat og námsframvindu, verklagsreglur um könnun á kennslu og námskeiðum og með-
ferð hennar, viðmið og kröfur um gæði doktorsnáms við Háskóla Íslands, verklags-
reglur um einkunnaskil og verklagsreglur um undirbúning og skipulagningu nýrra
námsleiða við Háskóla Íslands. Við Háskólann eru starfræktar nokkrar þjónustu-
einingar sem þjóna gæðastarfi skólans með margvíslegum hætti, s.s. Kennslumiðstöð,
Nemendaskrá og Náms- og starfsráðgjöf. Þá má sérstaklega nefna Miðstöð framhalds-
náms við Háskóla Íslands sem tók til starfa í ársbyrjun 2009 en hlutverk hennar er að
tryggja og efla gæði meistara- og doktorsnáms í samræmi við sett viðmið og kröfur og
stuðla að viðgangi þess. Háskólinn er enn fremur aðili að Council for Graduate School
í Bandaríkjunum og EUA Council for Doctoral Education.
HEimild
Froment, E., Kohler, J., Purser, L. og Wilson, L. (ritstjórar). (2006). EUA Bologna handbook:
Making Bologna work. Berlin: Raabe.
um Höfund
Þórður Kristinsson (thordkri@hi.is) er sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands. Hann er
með M.Litt.-gráðu í heimspeki frá Háskólanum í Edinborg. Fagleg og fræðileg áhuga-
og rannsóknarsvið Þórðar eru málefni háskóla almennt, einkum stjórnun, skipulag
og gæði starfseminnar, auk réttarheimspeki, stjórnmálaheimspeki, fagurfræði og
siðfræði.