Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 49
Gunnar Kristjánsson
FLOGIÐ ÚR HREIÐRI
Um framtíðarvitund fslendinga.
/
slendingar hafa mikinn
áhuga á þjóðlegum fróð-
leik sem svo er nefndur.
Og þess vegna einnig á sögu
þjóðarinnar, sem þeim finnst
merkileg og telja sér jafnvel trú
um að hún sé að einhverju leyti
merkilegri en sögur annarra
þjóða. Söguáhugi okkar virðist
helgast af því að við höfum
kunnað að meta frásagnir og
þar af leiðandi þykir okkur
áreiðanlega vænt um það þegar
eyjan livíta er kölluð Sögueyjan.
En það skilja vafalaust flestir á
þann veg að hér búi menn sem
kunna að segja frá - eða hafi
kunnað það í það minnsta.
Áhugi okkar á sögunni er þó
almennt talað ef til vill ekki sér-
staklega fræðilegur; vera má að
hann snúist meira um goðsagn-
ir tengdar merkisatburðum og
öðrum atburðum sem geta gef-
ið tilefni til að halda hátíð. Og
hátíð halda menn einmitt yfir-
leitt af einhverju tilefni og þá
oftast af sögulegu tilefni. Þetta
þekkja prestarnir manna best;
örugg leið til að fá fólk til að
taka til hendinni á vettvangi
hins kirkjulega starfs er eitt-
hvert sögulegt tilefni: Lúthersár,
kristnitökuafmæli, afmæli Guð-
brandsbiblíu eða sóknarkirkj-
unnar.
Sagan er mikilvæg til þess að
gefa samtímanum sjálfsmynd.
Sjálfsmynd þjóða er sögulegs
eðlis. Hún er gefin stærð við
fæðingu hvers einstaklings. Og
hin sögulega arfleifð gefur líka
ákveðna kjölfestu. Það má sjá
meðal annarra þjóða, t.d. Arm-
ena, sem er þjóð í dreifingu en
á sér sögu sem gefur henni
sjálfsmynd.
Á tímum rótleysis eins og
okkar tímar eru óneitanlega þá
er það skiljanlegt að menn líti
um öxl til hinnar öruggu for-
tíðar. Okkar tímar eru tímar
nostalgíunnar, en nostalgía er
erlent orð líklega tengt gríska
orðinu nossiá, sem merkir ungi
í hreiðri. Tíska, tónlist, almenn
viðhorf í mörgum málefnum
dagsins mótast vissulega af
nostalgíu, þrá til þeirrar „útóp-
íu“ fortíðarinnar þegar allt var
harla gott, í það minnsta betra
en núna.
Við lítum heldur um öxl en
framávið. í vanmetakennd okk-
ar gagnvart öðrum þjóðum telj-
um við okkur trú um að styrkur
okkar felist í hinu liðna, þar
séum við örugg. Þar geti enginn
skákað okkar. Þar vitum við
hvað við höfum. Og það geti
enginn frá okkur tekið.
Ein hugsun sem sprettur af
áhuga okkar íslendinga á sög-
unni - og setur spurningar-
Alþingishátíðin 1930 erdæmi um veglega samkomu tengda sögu Islands. Þó telur höfundur að Islendingar
gætu haldið enn betri hátíðir ef þeir hyggðu meira að sögu sinni.
47