Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 31
Gunnar Karlsson
„ÉG ER AÐ GEFA
ÞJÓÐINNI SÖGU...“
Gunnar Karlsson, prófessor
við Háskóla íslands, hefur á
undanfömum árumfengist við
að skrifa sögukennslubœkur
fyrir grunn- og framhaldsskóla
hérlendis. Er nú svo komið að
bcekur sem hann hefur samið
einn eða í samvinnu við aðra
spanna ncer alla pá íslands-
sögu sem kennd er á þessum
skólastigum. Okkur lék forvitni
á að kynnasl viðhorfum hans
til þessara skrifta og lögðum
fyrirhann nokkrar sþumingar.
En áður en við gefum Gunnari
orðið er vert að k)’nna þœr
bœkur sem hér um rceðir:
Fyrir grunnskóla: Sjálfstœði
íslendinga I-III, Rvk. (Náms-
gagnastofnun) 1985, 1986 og
1988. Þessar bækur fjalla um
sögu íslands frá þjóðveldisöld
til þeirrar tuttugustu.
Fyrir framhaldsskóla: Upp-
runi nútímans. Kennslubók í
íslandssögu eftir 1830, Rvk.
(Mál og menning) 1988. Bókin
er skrifuð í samvinnu við Braga
Guðmundsson, menntaskóla-
kennara á Akureyri.
Samband við miðaldir.
Námsbók í íslandssögu til siða-
skipta og sagnfrceðilegum að-
ferðum, Rvk. (Sögufræðslusjóð-
ur) 1988. Bókin er byggð á efni
sem nemendur Gunnars skrif-
uðu í tveimur námskeiðum um
kennsluefni í íslenskri miðalda-
sögu. Gunnar hefur síðan sam-
ræmt og endurbætt efnið og
komið því í núverandi mynd.
PRÓFESSOR
SKRIFAR
KENNSLIBÆKIJR
Hvemig stendur á því að
þrófessor við Háskóla íslands
tekur sér jyrir hendur að skrifa
fslandssögu fyrir gmnn- og
framhaidsskóla?
Það bráðvantaði nýjar bækur,
greinin var víða í mestu órækt í
skólunum, óvinsæl og lítils
Gunnar hóf að skrifa Sjálfstæði ísiendinga til að fá dóttur sinni
áhugavert lesefni.
metin. Fyrst kvartaði ég lengi
yfir þessu, bæði á prenti og í
samtölum við fólk. Svo rann
það smám saman upp fyrir mér
að það væri hlutverk mitt sem
prófessors í greininni að gera
það sem gera þyrfti til úrbóta.
Ég hef komist á þá skoðun að
háskólakennarar eigi að liugsa
um fræðigrein sína í þjóðfélag-
inu eins og einn samfelldan
akur sem þeirra hlutverk sé að
rækta. Þá verða þeir að gera
hvað sem gera þarf til þess að
hún þrífist og komi að gagni.
Háskólakennari sem hefði verið
verkstjóri í eðlinu hefði kannski
komið einhverjum öðrum af
stað að bæta úr kennslubóka-
skortinum, og það gæti auðvit-
að verið eins gott. En ég lief allt-
af verið vondur verkstjóri, og
því fór ég af stað að prófa að
skrifa sjálfur. Þá komst ég að því
að mér þótti þetta bráð-
skemmtileg iðja og vitsmuna-
lega ekkert minni ögrun en
venjuleg fræðiritun. Hitt er svo
annað mál að mér hefur ekki
gengið vel að fá neinn tii að
viðurkenna hiklaust og al-
mennilega fyrir hönd Háskól-
ans að það sé rétt hjá mér að
verja rannsóknartíma mínum í
Svo rann það smám
saman upp fyrir mér
að það væri hlutverk
mitt sem prófessors í
greininni að gera það
sem gera þyrfti til
úrbóta.
29