Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 45
BARNSFEÐRANIR OG EIÐATÖKUR Á 17. ÖLD
menn að Laugarbrekku dóminn
frá 1627. Þá liafði Peder Peder-
sen kaupmaður við Búðir svar-
ið fyrir faðernislýsingu Guð-
rúnar Jónsdóttur. Hún var „þrá-
lega aðspurð og tilkrafin af yfir-
valdinu og dómsmönnum," en
stóð við lýsinguna. Því var
dæmt „í Guðs nafni Amen að
heilags anda náð með oss til-
kallaðri" að Guðrún skyldi hýð-
ast á hverju ári „þar til önnur
leiðrétting verður á hennar
máli eftir þeirri náð og vægð
sem yfirvaldið vill henni sýna
fyrir hennar veikleika sakir sem
auðsýnilegur er.“ Veikleikinn
var að Guðrún hafði verið
sködduð á hægri hendi og
vinstra fæti frá sjö ára aldri. Það
breytti því ekki að 25 septem-
ber 1666 var hún hýdd á Arnar-
stapa, að öllum líkindum í ann-
að skipti eftir dóminn. Síðan fer
engum sögurn af ltenni. Guð-
rún Ólafsdóttir var tvívegis
dæmd til hýðingar, fyrst á al-
þingi 1682 eftir að Eyjólfur
Jónsson synjaði með eiði og aft-
ur tveimur árum síðar þegar
Arngrímur Jónsson hafði svarið
fyrir sama barn. Gróu Þórðar-
dóttur átti að hýða á alþingi
1694 „svo þar með mætti reynt
verða hvort hún ennþá ekki lag-
færast vildi til sannleikans
viðurkenningar."49
Sýslumenn voru ekki einir
um að krefja konur svara. Prest-
ar gerðu það líka því sáluhjálp
þessara kvenna var í veði. Á 17.
öld gekk fólk til skrifta og heil-
agrar kvöldmáltíðar að minnsta
kosti einu sinni á ári. Það fengu
þó aðeins þeir sem voru taldir
hafa hreina samvisku. Prestar
áttu að meta siðferði sóknar-
barna sinna og gátu bannað
þeim sem ekki þóttu hegða sér
nógu vel að ganga til altaris. Það
hét að setja fólk út af sakrament-
inu og virðist fólk hafa tekið
það afar nærri sér. Sumir gátu
bætt ráð sitt með syndajátningu
fyrir presti, en einstaklingar
sem urðu uppvísir að afbrotum
fengu ekki sakramenti á nýjan
leik fyrr en þeir gengust undir
opinbera aflausn í kirkju. Opin-
ber aflausn fór fram að söfnuði
áheyrandi og þótti meiri niður-
læging en að greiða sekt. Konur
sem ekki höfðu feðrað börn sín
voru í þessum hópi. Prestar
veittu þeim ekki aflausn og
sakramenti fyrr en þær auglýstu
faðernið og faðirinn gekkst við
barninu. Þetta kemur skýrt fram
í prestadómi að Esjubergi 17.
maí 1632. Kvæntur maður hafði
svarið fyrir lýsingu Guðríðar
Pálsdóttur, en hún vildi engu
breyta. Dæmt var „að aflausn og
sakramenti skuli henni ekki
veitast, hvorki heilbrigðri né
sjúkri, so lengi sem hún stend-
ur á sínum sama framburði."
Vísað var til tveggja greina í
Matteusarguðspjalli: að ekki
megi „offra gáfu“ við altari
nema menn séu sáttir (5.23-24)
og að „ef þinn bróðir syndgar á
móti þér“ og vill ekki sættast
beri að líta á hann eins og heið-
ingja (18.15-18). Dómurinn var
jafnframt byggður á Kirkjuskip-
an Kristjáns fjórða frá 1607, sem
var leidd í lög á íslandi 1622, og
nýrri skipan hans frá 1629 sem
aldrei var lögleidd hér á landi.
Sóknarpresti Guðríðar var gert
að áminna hana, fyrst á laun, þá
að viðstöddum tveimur eða
þremur vottum, loks af predik-
unarstóli í áheyrn safnaðar.
Sýndi hún þrjósku og vildi ekki
„annað meðkenna en hún hefur
hingað til dags sagt |iá skal hann
lýsa fyrir henni til banns í þrjá
sunnudaga... Standi hún þá enn
á sama þá skal hann þar eftir í
tækilegan tíma hana bannfæra
af predikunarstólnum." Ekki
mátti einu sinni veita Guðríði
sakramenti þó hún veiktist
„nema því aðeins hún aðra
meðkenning gjöri heldur en
hún liingað til sagt hefur.“ Þess-
ar aðgerðir prests áttu að hefj-
ast ef hún breytti ekki fram-
burði sínum „þegar það verald-
lega yfirvaldið hefur lagt á lík-
amlega refsingu eftir skyldu
síns embættis.“ Aftan við dóm-
inn er skráður vitnisburður
prests frá 13. nóvember 1632.
Guðríður stóð enn við lýsingu
sína, áminnt í viðurvist tveggja
karla.50
Afstaða kirkjunnar manna
breyttist ekki á síðari helmingi
aldarinnar, en dæmum fjölgar.
Vandinn þótti örðugur, sem
sést á því að á Flugumýri í júní
1683 voru prestar ráðalausir
þegar Gísli biskup Þorláksson
bað þá álits „um viðhöndlan
uppá aflausn og sakramentis
meðtekning kvenpersóna er þá
feður að börnum sínum lýst
hafa er sig með eiði frá þeirra
faðernis lýsingu fríað hafa, en
þær samt við sinn framburð
standa.“ Prestar fundu ekkert
„ljóst lögmál" og vísuðu málinu
til „lénsherrans."51
Biskup hvatti yfirvöld
tilað fara varlega með
að leyfa mönnum að
sverja af sér börnin,
en ekki verkið.
MILDARI VIÐHORI
Þetta strið um feðrun barna
stóð alla öldina. Yrði karlmanni
eiðfall og hann þrætti fyrir þrátt
fyrir það gat svo farið að hið
•^iíúr nfír TiioanfboYtli .
tív f * % íVl
ftt*)*u c) nuiti ttifí
■í
&«/Jr
Wflii ffl kW»l«iia3fl vm fe tnaií y*S „
4 ietoíuíí ciaý-'Biavn.W/Swní.
pfaotfijr- — r.....k *•**•
£tn
1«
tnw
IjjSi *■ —^ |*-jr "
uítwiy f r«fl i ífltuttlw feiínyv. é\-nú
Eiður Guðrúnar Björnsdóttur á Þjóðólfshaga í Rangárvallasýslu 6.maí 1600 um að enginn
annar en Símon Helgason eigi dóttur hennar Ingibjörgu.
43