Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 67
Matthew James Driscoll
SKIKKJA SKÍRLÍFISIN S
Breytingar í gengd sögu
að er ekki fjarri lagi að
segja að rímur hafi verið
mikilvægasta bókmennta-
greinin og örugglega vinsælasta
skemmtunin hérlendis allt frá
þrettándu öld og fram til loka
þeirrar nítjándu. Þótt rímurnar
hafi verið nýbreytni sem bók-
menntategund, þ.e.a.s. formið
sjálft séríslenskt og ekki skylt
sögukvæðum þeim sem tíðkuð-
ust annars staðar í Evrópu, þá
voru rímnaskáldin ekki eins
frumleg hvað efni varðaði: nær
allir rímnaflokkar sem varð-
veittir eru byggja á sögum sem
þegar voru til í óbundnu máli.
Af þeim 78 rímnaflokkum
sem hafa varðveist frá tímabil-
inu fyrir 1600 eru Iangflestir
ortir upp úr riddarasögum, er-
lendum og frumsömdum, en
fornaldarsögurnar voru einnig
vinsælar.1 Fáir rímnaflokkar
byggja á íslendinga- eða kon-
ungasögum, e.t.v. vegna þess að
þær þóttu ekki nógu spenn-
andi. Sumar fyrirmyndirnar
voru oít komnar um býsna lang-
an veg og höfðu tekið ýmsurn
breytingum á leiðinni. Það get-
ur verið athyglisvert að fylgja
einni sögu eftir, og sérstaklega
með tilliti til þess hvernig
Evrópskt hefðarfólk að snæöingi. Skyldi það hafa heyrt sögu fyrst?
söguþráðurinn gat haldist nær
óbreyttur á meðan merkingin
breyttist algerlega. Skikkjurím-
ur eru gott dæmi um svona
þróun.2
Skikkjurímur hafa að einu
lejti sérstöðu meðal íslenskra
rímnaflokka: þær eru einu varð-
veittu rímurnar sem fjalla um
Artús kóng á Englandi og kappa
hans. Búast mætti við öðru þeg-
ar haft er í huga bæði hversu
vinsælt yrkisefni Artús og kapp-
ar hans (hin svokallaða matiére
de Bretagne, eða „breska
efnið“), voru allsstaðar í Evrópu
á miðöldum og einnig það að
helstu sögurnar af Artús og
köppum honum tengdum
höfðu verið þýddar á norrænu.
Hér er fyrst og fremst um að
ræða þrjú af söguljóðum
franska skáldsins Chrétien du
Troyes.3 Tristrarns saga, sem
tengist Artús óbeint, var einnig
þýdd á norrænu, líklega fyrst
erlendra riddarasagna.1 Einnig
eru til þýðingar á stuttum sögu-
ljóðum sem nefnast lais á
frönsku, eins og er að finna í
Strengleikum. Þótt aðeins tvö
þeirra tengist Artús, flokkast
þau undir maitére de Bretagne.
Allt bendir til þess að þessar
sögur hafi allar verið þýddar í
Noregi en þær hafa fljótlega
orðið vinsælar hér á landi. Fyrir
utan Strengleika eru þær ein-
ungis varðveittar í íslenskum
handritum. Seinna meir tóku ís-
lendingar sjálflr að skrifa ridd-
arasögur og þáðu margar þeirra
nöfn og atburði úr frönsku
sögunum, og eru margar þeirra
látnar gerast „á dögum Artús
kongs hins fræga, er réð yfir
Englandi."5
65