Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 12

Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 12
Guðmundur Hálfdanarson frelsinu sem virtist færast æ meir í vöxt. En hvað var sjálfrœði, þessi skaðræðisgripur? í orðabókum er það þýtt sem „self-rule“, „liberty" (Guðbrandur Vigfús- son) „uafhængighed, frihed til selv at bestemme sig“ (Fritzner), eða „selvraadighed" og „personlig myndighed" (Sig- fús Blöndal). Ágúst H. Bjarna- son notar orðið sem þýðingu á individualismus í umfjöllun um John Stuart Mill.25 í stuttu máli virðist sjálfræði vera samheiti þess sem við nú nefnum ein- staklingshyggju. Sigurður Björnsson var ekki einn um að greina á milli frelsis og sjálfræð- is í skrifum sínum. í grein sem birtist í Þjóðólfi árið 1854 fjall- aði höfundur - sennilega Jón Guðmundsson ritstjóri - um þá sókn fýrir frelsi og frjálslegri stjórn sem einkenndi sögu „Norður- og Vesturálfu heims- ins“ frá síðasta áratug 18. aldar. „Menn hafa byggt þetta á aug- ljósum og náttúrulegum rétt- indum..." sagði hann. En síðan spyr hann, er „þetta frelsi fólgið í sjálfrœði hvers einstaks manns, er það fólgið í því, að hann sé engu háður nema ímynduðum hagsmunum sjálfs sín, og hugþótta sínum? nei engan veginn. Slíkt mundi leiða til hins frekasta ófrelsis og óstjórnar."26 Höfundur hafn- ar sjálfræðinu, af því að það leiði til samfélagslegrar upp- lausnar. Sumpart minna skoðanir íslendinga á bakþanka forystusveitar frjálshyggjunnar í Evrópu. John Stuart Mill bendir þannig á að samfélagið neyðist til að taka ráðin af börnum þar til þau hafa öðlast þroska til að nýta sér einstaklingsfrelsið. En hann spyr einnig hvort „sam- félagið sé ekki jafn skylt til að bjóða fúllorðnu fólki sem ekki er hæft til að stjórna sér sjálft vernd sína?“ Ef betur er að gáð er samt fátt líkt með röksemda- færslu Mills og þeirra sem börðust gegn framgangi sjálf- ræðisins á íslandi. Sá fyrrnefndi sagði að enginn hefði rétt til að segja annarri manneskju hvern- ig henni bæri að fara með líf sitt, af því að enginn væri svo óskeikull að hann gæti sagt öðr- um hvað þeim væri fýrir bestu. Hinir síðarnefndu töldu frelsið gefið „til þess að menn geti gjört gagn“ og álitu nauðsynlegt „að löggjafinn leiðbeindi stefnu tíðarandans, þegar hann sækti afvega og í illt horf...“27 Mill lagði áherslu á einstaklings- frelsið, af því að það eitt tryggði að samfélagið næði að brjótast undan hefðum fortíðarinnar. 28 Um svipað leyti rökstuddi Al- þingi íslendinga takmarkanir á einstaklingsfrelsinu með því að það stefndi hefðbundnu efna- hagslífi íslendinga, landbúnað- inum, í voða. íslenskir framámenn stefndu þar af leiðandi ekki að því að frelsa einstaklinginn undan höfitum samfélagsins, þvert á móti áttu menn aðeins að öðl- ast frelsið ef öruggt var að þeir breyttu „rétt“ - eftir þeim skil- greiningum sem samfélagið setti. Skerðing einstaklingsfrels- isins var ekki undantekning sem beitt var á þá sem sannar- lega stefndu rétti og heilsu ann- arra einstaklinga í hættu, heldur tilraun til útrýmingar á vissum þjóðfélagshópum. Jafnrétti gagnvart lögum var einungis ætlað vissum stéttum, en var ekki „náttúruréttur" einstak- lingsins eins og frjálshyggju- mönnum var svo kært að halda fram. Þannig vildu þingmenn binda kosningarétt við þjóð- félagsstétt, þ.e.a.s. einungis bú- andi karlmönnum var treyst- andi til að velja fulltrúa þjóðar- innar. Þeir einir töldust fúllgild- ir samfélagsþegnar.29 Um leið kom fram megn vantrú í mál- flutningi þeirra á skynsemi ein- staklingsins. Öreigar sem sóttu í þurrabúðarmennsku voru „eigi aðeins sjálfum sér og skylduliði sínu ónógir heldur liggja þeir upp á öðrum, leggjast í leti og ódugnað og jafnvel óreglu og iðjuleysi og hlaða oft niður mikilli ómegð..."30 Slíka menn skorti skynsemi til að vera frjáls- En hvað var sjálfræði þessi skaðræðisgrip- ur? Sjálfræði leiðir til samfélagslegrar upplausnar. Frelsishugmyndir íslendinga voru lítt mótaðar af evrópskri frjálshyggju fram á síðustu áratugi 19.aldar. ir og því urðu þeir að sætta sig við ófrelsi vinnumennskunnar. Niðurstaða mín er sú að frelsishugmyndir íslendinga hafl verið lítt mótaðar af evr- ópskri frjálshyggju, a.m.k. allt fram á síðustu áratugi 19. aldar. Það að sumum hefur fundist bera á ósamræmi í málflutningi þjóðfrelsismanna síðustu' aldar ber vott um að okkur hættir til að meta hann út frá forsendum sem áttu alls ekki við. Vitneskj- an um nýjar frelsiskenningar (einstaklingsfrelsið) neyddi landsmenn til að endurmeta og ræða hugmyndafræði sína, en það hnikaði þeim hvergi. Frels- ið „er ekki óbundið sjálfræði,“ sagði séra Davíð Guðmundsson á Alþingi árið 1869 „og að mínu viti er það náttúruréttur manna, að félagið veiti einstaklingnum vernd sína til þess að ganga inn í þá stöðu sem líkur eru til að hann geti orðið sjálfúm sér og félaginu til heilla í...“31 Fjær hugmyndum frjálshyggjunnar um einstaklingsfrelsi og ábyrgð var varla hægt að komast. Sam- félag nútímans hefur afmáð flest persónuhöft 19. aldar. Það þýðir þó ekki að við höfum gengið frjálshyggjunni óskipt á hönd, heldur hafa forsendur ófrelsisins horfið með bættum efnahag. Vandræði nýfrjáls- hyggjumanna í dag eru því þau að þeirra frelsi hefúr aldrei náð að festa rætur á íslandi. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.