Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 15
»
82, á „Frankaríki"; þá tekur við
„England", bls. 120, og þannig
áfram eftir löndum. Á undan fer
svo sjálít byltingarágripið sem
hér er til umræðu.
M. St. hafði augljósa ástæðu
til að skeyta þessu ágripi framan
við fréttayfirlit sitt. Til þess
að menn áttuðu sig betur á
„ástandi franskra um nýársleyt-
ið 1795 ..þótti honum nauð-
synlegt að rekja orsakirnar til
hins „ógnarlega stríðs“ sem
Frakkar höfðu þá átt í i nokkur
ár (s. 3). Byltingarágripið átti
þannig að varpa ljósi á bak-
grunn þeirra stórtíðinda sem
yfirlitið fyrir árin 1795—1796
greindi frá.
Samkvæmt þessu sjónarmiði
hefði mátt búast við að M. St.
legði fullteins mikla áherslu á
að rekja gang byltingarinnar
1792-1794 - eftir að sá ófriður
hófst við grannríkin sem stóð
enn við „nýársleytið 1795“ - og
upphafsskeið hennar. En í
reynd fer drjúgur meirihluti
ágripsins í að lýsa aðdraganda
byltingarinnar og framgangi
fram til „októberdaganna" 1789.
Gefið er nokkurn veginn sam-
fellt yfirlit yfir atburðarásina í
Versölum og París á þessu tíma-
bili; hér er lýsingin á köflum
svo ítarleg að minnir á frétta-
flutning í nútímastíl. En síðan
skiptir höf. vísvitandi um efnis-
tök, kveðst ekki geta leyft sér
„að eyða til viðlíka framhalds
meiru af því Tíðindunum ætl-
aða rúmi í þetta sinn“ (s. 51).
Eftir þetta tæpir hann aðeins á
hinum helstu „merkispóstum“;
frá stofnun lýðveldisins (sept.
1792) er þannig greint í aðeins
fáeinum línum. Að öðru leyti
setur það mark á framsetning-
una að innlendir viðburðir eru
raktir til ársloka 1794 áður en
frásögn hefst af „Frankaríkis út-
vortis tilstandi..." (s. 772).
Eins og ég kem að síðar, er
þessi efnisbygging síður en svo
M. St. segirfráþví aðLúðvík 16. hafi verið „afhöfðaður" 21. janúar
1793 „með nýja drápsverkfærinu, Guillotine kölluðu...". Neðanmáls
útskýrir hann: „Það eru uppreistir háir tréstólpar með höggstokki á
milli að neðan, en ofan að fellur á milli þeirra í grópi 6 fjórðunga
blýstykki, frá 6 álna hæð, og neðan í það er fest stór, hárbeitt öxi,
sem í mesta skyndi tekur af höfuðið".
til þess fallin að skýra samhengi
atburða í framrás byltingar-
innar.
HEIMILDIR OG
HUGMYNDAFRÆÐI
Áður en lengra er haldið er vert
að athuga hvert M. St. hefur sótt
efni og hugmyndir í byltingar-
ágrip sitt. Að þessu víkur hann
sjálfur í 1. deild Tíðindanna svo-
felldum orðum:
.. .við þau [Tíðindin] og
frönsku stjómarbyltingam-
ar hafði ég enga þá bók til
leiðarvísis, er innihéldi
nokkuð samhangandi og
fullvíst hérum, ef ég undan-
tek það, sem Schultz hefir
eftir þeim franska Rabaud
de St. Etienne tekið um bylt-
inganna fyrstu 2 ár í Franka-
ríki, frá 1789-1791; en hann
tekur of seint til og hættir
of snemma. Af margra ára
ýmislegum fréttablöðum,
dagbókum, mánaðaritgjörð-
um ... hefi ég með löngum
lestri og nógri mæðu út-
dregið margt og síðan þar af
gjört effir tímunum eins
samhangandi frásögu, og
lesarinn hér nú fýrir sér
hefir, ætíð með nákvæm-
ustu aðgæslu rithöfundanna
trúverðugleika og samburði
við aðra .. ,8
í formála að útgáfú 1. bindis
Tíðindanna 1798 tiltekur svo
M. St. að mánaðarritið Minerva
hafi „á síðustu tímunum létt
mér [sér] stórum þetta erf-
iði...“9
Með tíðindum, sem
Magnús Stephensen
hóf að segja af
erlendum vettvangi,
hringdi hann inn
nútímann á Islandi.
13