Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 74

Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 74
Matthew James Driscoll möttullinn um hana unnustu þína, er þú lofaðir svo mjög að tryggleik?" (bls. 267). Eftir þetta víkur sögunni til Kæis eftir hverja mátun, og smám saman verður hann nokkurs konar „sýningarstjóri", sem leiðir hverja konu að möttlinum, gerir viðeigandi at- hugasemdir, túlkar hvernig möttullinn fer viðkomandi, og leiðir hana svo til sætis hjá hin- um konunum. Þetta hlutverk Kæis helst að nokkru í Skikkju- rímum, en er ekki jafnmikilvæg- ur þáttur í frásögninni og í sög- unni. í tíunda kafla reynir Kæi að bjarga málunum á annan hátt: En þá mælti Kæi ræðismaður: „Góðir höfðingjar," segir hann, „reiðizt eigi né angrizt af þessu, því að vér eigum all- ir nokkurn hlut í. Mjög hafa unnustur vorar verið fram- leiðis sæmdar og tignaðar yfir allar aðrar hirðkonur nær og fjarri, hvar sem þær koma, og í dag hafa þær sér mikillar frægðar aflað. En það má þeim öllum vera mest huggan, að engi má annarri ámæla.“ Þá svarar herra Val- ven og mælti svo: „Eigi finnst mér, að þú lítir rétt á þetta mál, því að það væri rækt og alla vega afskaplegt, að eg gerða mér huggun af þeirra svívirðing. En því viljum vér aldrei játa, að góður drengur sé af því dálegur, að unnusta hans spilli sér með öðrum manni, heldur sé hún sjálf ill af sínum verkum og löstum og sá, er hennar úrræðum er samþykkur" (bls. 276). Skáldinu hefur vafalaust þótt ástæðulaust að fara út í þessar vangaveltur riddaranna og er þessu öllu sleppt í rímunum. Annað atriði sem vantar alveg í rímurnar er hlutur Gerflets, hirðfífls konungs. í níunda kafla sögunnar reynir hann tvisvar að fá konunginn til að stöðva leik- inn, en í bæði skiptin minnir sveinninn konung á loforð hans: En Gerflet, fól konungs, svarar: „Herra fyrir guðs sakir þér megið vel upp gefa þeim er eftir eru. Eða viljið þér enn gera þeim meiri svívirðing? I rímurnarvantarheila Qg með því að nú sjá þær vidd frásagnarinnar. möttulinn, þá játa þær allar hér fyrir bóndum sínum og höfðingjum og vinum, að þær hafa nokkuð mistekið." Og enn mælti fólið til hans: „Hvað viljið þér framar krefja af þessum öllum?“ En kon- ungur vildi láta vera svo búið. Þá hljóp sveinninn fyrir kon- ung og mælti, svo að öll hirð- in heyrði á: „Herra,“ segir hann, „haldið við mig orð yðar og þeim formála, er þér hétuð mér. Þessir riddarar vitu eigi, hvað þeir skulu um ræða um sínar unnustur að svo búnu, ef sumar eru reyndar, en sumar óreyndar og ganga undir frjálsar" (bls. 273). Á samsvarandi stað í rímun- um er ekki minnst á Gerflet: Engi vildi auðar Gná yfir sig leggja möttul þá, heldur en ganga á heitan eld, hallar degi en líður á kveld. Drengurinn talar við gögling nú: „dári þér ekki mína frú; látið þær klæðast búnings bót.“ Bölvað var honum þegar í mót. Kóngurinn lagði úrskurð á, allar skyldu meyjar þá í hann fara að engri dvöl - „oss er mest í sulti kvöl.“ (III 54-56) Sjálf sögulokin eru mismun- andi í þessum tveim verkum. Sagan endar svo: En konungur settist þá til borðs og öll hirð hans. Og má það með sönnu segja, að þar sat margur góður riddari angraður sakir sinnar unn- ustu. En Artús konungur lét veita hirð sinni með svo mikl- um kostnaði, að hvergi hefur Allar þessar breytingar snúast um eitt: heiður. Frægastur er Artús fyrir sitt „kringlótta sess". Hér er hann í hópi riddara hringborðsins. 4 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.