Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 64
Helgi Skúli Kjartansson
KLONDIKE ÍSLANDS
ATHUGASEMD UM FÓLKSFJÖLGUN OG
GIFTINGARALDUR Á NORÐAUSTURLANDI
Á SEINNI HLUTA19. ALDAR
Hjúskapartíðni valinna
aldursflokka næmasti
mælikvarðinn á
atvinnuástand sveita-
samfélagsins.
INýrrri sögu í fyrra drepur
Halldór Bjarnason meðal
annars á hina öru fólks-
fjölgun á Austurlandi á seinni
hluta síðustu aldar, talar jafnvel
um „Klondike íslands."
Ekki skal ég draga úr rétt-
mæti þeirrar athugunar, heldur
er erindi mitt hér það eitt að
benda á eina hlið þessa „Klon-
dikefyrirbæris,“ nefnilega þá að
fólk gifti sigyngm á uppgangs-
svæðinu fyrir austan en annars
staðar á landinu.
Hér er rétt að rifja það upp
að hin austlenska blómgvun
byggðar og mannfjölda á öld-
inni sem leið var raunar tvö ólík
fyrirbæri, aðskilin í tíma og
rúmi. Undir aldamótin var það
sjávarútvegurinn á Austfjörðum
sem dró til sín fólk. Áratugirnir
1860-1880 voru á engan hátt
neitt blómaskeið á Austurlandi,
enda fór fólki fækkandi. Fyrir
1860 hafði hins vegar verið
mikill uppgangstími á Austur-
og Norðausturlandi og þá eink-
um í sveitum með nægt land-
rými og góða sauðabeit. Frá
1801 til 1860 hafði íslendingum
fjölgað úr 47 000 í 67 000, en á
sama tíma fjölgaði Norður-Þing-
eyingum og Norðmýlingum til
samans úr 2 400 í 5 900. Til
samanburðar má taka Suður-
land, þ.e. Árnessýslu, Rangár-
vallasýslu og Skaftafellssýslur,
þar sem fjöígaði úr 12 100 í
14 000.
Nú er það meðal annars at-
hyglisvert um fólksfjölgunar-
svæðið á Norðausturlandi að
þar var hjúskaparaldur talsvert
Íægri en annars staðar á land-
inu.
Athugum aftur manntalið
1860. Af karlmönnum í aldurs-
flokknum 30-34 ára eru 60%
kvæntir (að meðtöldum ekkl-
um og fráskildum), en 40% eru
enn ókvæntir, flestir þeirra að
líkindum innlyksa f vinnu-
mannsstöðu sökum fátæktar og
hörguls á jarðnæði. Á Suður-
landi, þar sem hæg fólksfjölgun
ber vott um að sveitir voru
löngu fullsetnar, voru þó ekki
aðeins 40% karla á þessum
aldri ókvæntir heldur fast að
helmingi, 47%. Á Norðaustur-
landi - hér að Suður-Þingeyjar-
sýslu meðtalinni því að mann-
talsskýrslan telur Þingeyjarsýsl-
ur báðar saman - voru hins veg-
ar ekki nema 35% karla á þess-
um aldri sem aldrei höfðu
kvænst. Enn skýrari verður
Voru Þingeyingar og Norðmýlingar nýjungagjarnari en Sunnlendingar og létu sér síður lynda að búa þröngt
og við rýran kost?
62