Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 73
SKIKKJA SKÍRLÍFISINS
skáldið hafi haft einhverjar hug-
myndir um hringborðið fræga.
Þessar upptalningar eru nær
helmingur fyrstu rímunnar.
í miðþættinum standa verkin
næst hvort öðru, en þó veita
rímurnar nokkrar upplýsingar
sem ekki eru í sögunni, t.d. um
uppruna skikkjunnar. í annarri
rímunni er einnig sagt að Artús
sitji í ,Jarmóð“, en sú fullyrðing
á sér enga hliðstæðu í sögunni.
Ef hér er átt við Yarmouth á
Englandi, eins' og stungið hefur
verið upp á, er þetta eina skipt-
ið í heimsbókmenntunum sem
Artús er settur niður þar.
Skemmtilegasta skýringin á
þessu gæti verið að rímnaskáld-
ið hafi ekki þekkt til annars
staðar á Englandi, en á fimm-
tándu öld voru siglingar milli
fslands og Yarmouth einmitt al-
gengar. En einnig mætti hugsa
sér að í Jarmóð sé mislestur fyr-
ir í armóð, þ.e. að Artús hafi
verið svo sorgmæddur vegna
söguleysisins, og er sú skýring
e.t.v. líklegri.
Takmörk fyrír því á
hve marga vegu hægt
er að vera manni
sínum ótrú.
ÚRFELLIN G AR
Áður var að því vikið að hinn
norræni höfundur Möttuls sögu
hefði bætt inn í sögu sína efni
sem ekki var í franska kvæðinu
og að þessar viðbætur vörpuðu
ljósi á þann áheyrendahóp sem
verkið var ætlað. Ef litið er á
viðbótarefnið í rímunum þá
virðist sem aðaltilgangurinn
með því hafi verið að auka
ævintýrablæ frásagnarinnar. Þó
eru aðrar breytingar frá sög-
unni til rímnanna ekki síður
upplýsandi um það umhverfi
sem rímurnar eru orðnar til í,
þ.e.a.s. úrfellingar.
Það fyrsta sem vantar í rím-
urnar er lofið mikla um Artús,
sem höfundur Möttuls sögu
mun hafa bætt við. Eins og getið
var hér að ofan, er þetta alllang-
ur þáttur, en er í rímunum
dreginn saman í tvær vísur. í
sögunni er drottningin einnig
lofuð með lýsingarorðum í
efsta stigi (sem er líka viðbót
við franska kvæðið), en það lof
lætur rímnaskáldið með öllu
ónotað.
Það er þó í síðasta þættinum
sem mikilvægustu breytingarn-
ar af þessu tagi eru gerðar. Það
er athyglisvert að þessi þáttur er
helmingi lengri í Möttuls sögu
en í rímunum. Samt hlýtur nú-
tímalesanda rímnanna að veit-
ast erfiðara að halda athyglinni
við rímuna en samsvarandi
frásögn sögunnar. Kemur þar til
að í rímunum eru konurnar
orðnar þrettán en eru aðeins
sex í sögunni. Lýsingarnar á því
hvernig skikkjan klæðir þær
eru fullar af endurtekningum
og tilbrigðin ekki nægileg til
þess að halda athyglinni vak-
andi: það eru takmörk fyrir því
á hve marga vegu hægt er að
vera manni sínum ótrú. Því
verður ekki haldið fram að
þessar lýsingar séu beinlínis
ófýndnar, en maður hefur á til-
finningunni að rímnaskáldið
hafi gert meira úr þessum eina
þætti frásagnarinnar en góðu
hófi gegnir. En hvernig má þá
skýra þennan lengdarmun þátt-
anna? Við nánari athugun kem-
ur í ljós að í rímurnar vantar
heila vídd frásagnarinnar.
Eftir að drottningin og unn-
usta Estoris (Aristes í sögunni)
hafa prófað skikkjuna, og nátt-
úra hennar er komin í ljós,
neita ríkisfrúrnar að taka frekari
þátt í Ieiknum:
Og er þær höfðu allar skilið
að fullu, með hverri list mött-
ullinn var ofinn og með
hverjum krafti álfkonan hafði
dregið lauf möttulsins og
saumað, þá fannst engin í öll-
um þeim mikla fjölda, að eigi
vildi gjarna heldur með
sæmd hafa heima setið en þar
komið, því að þar fannst engi
í öllum þeim fjölda og múg,
sú er þyrði möttulinn yfir sig
að leggja eða sig honum að
klæða né í höndum að hafa
eða nær koma.
Þá er allar höfnuðu möttl-
inum og engi dirfðist að
klæðast honum, þá mælti
konungur: „Nú megum vér fá
sveininum möttulinn, því að
eigi má hann hér dveljast
með oss sakir öngrar þeirrar
meyjar, er í voru valdi er.“ Þá
svarar sveinninn: „Eigi er það
rétt he'rra, eða sæmilegt, né
yðvarri tign tilheyrilegt. Og
aldrei skal eg fyrr við taka
möttlinum en eg sé, að allar
konur og meyjar hafa honum
klæðst, því að það sem kon-
ungur gefur og játar, á aldrei
að ónýtast og aftur takast, sak-
ir einskis manns vilja né eggj-
unarorða." „Þú, sveinn minn“,
kvað konungur „þú mælir vit-
urlega og það, sem satt er og
rétt. Og engi skal því valda, að
eigi haldist það við þig, er eg
mælta og hét þér. Nú skal að
vísu hver sem ein við taka
möttlinum (bls. 265-6).
Ekkert af þessu kemur fram í
Skikkjurímum, í stað þess segir
þar:
Líneik vill nú leika af sér;
„ljótlega fór skikkjan mér,
keskibrögðin kennast hér,
klæðast skulu henni allar þér.“
Fer ein í sem fljótast getur,
fræðir oss um þetta letur,
hann tók henni hvergi nær,
heldur mitt á vinstra lær.
(III 22-23)
Þegar ræðismaðurinn Kæi
biður unnustu sína að máta
skikkjuna, hefur hann fyrir því
tvær ástæður, sem hvorug kem-
ur skýrt fram í rímunum, en þar
virðist hann aðeins vilja vita
hvort hún er honum trú eða
ekki. í Möttuls sögu, aftur á
móti, gerir hann það fyrst og
fremst til að bjarga heiðri
konungs, en hann virðist Iíka
vera öruggur um trúmennsku
hennar - of öruggur - og þegar
hún reynist ekki traustsins verð
er honum refsað fyrir ofmetnað
sinn. Þessi refsing Kæis kemur
að vísu fram í rímunum, en án
þess samhengis sem er í sög-
unni:
Þá mælti Ideus við Kæi ræð-
ismann: „Vel er nú,“ segir
hann, „að heim snúist spott
og svívirðing til sjálfs þíns, er
þú spottar hvern mann. Eða
hvað segir þú? Fer eigi vel
L
71