Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 51
Ætli það sé betra að vera hérna megin eða hinum megin við hliðið?
Svona spurningu verður hver íslendingur að svara sjálfur,
ekki láta fræðingunum það eftir.
vegna þess að þeir vona að
morgundagurinn verði betri, að
allt stefni í rétta átt, að allir hlut-
ir hafi tilhneigingu til að fara vel
og í „fyllingu tímans“ renni nýr
dagur. Hvaða dagur skiptir ekki
máli. Vonin er fyrirbæri sem
maðurinn verður að fylla upp í
á einhvern hátt. En það er vonin
sem er forsenda fyrir lífi hans.
Án hennar lifir hann ekki.
Kannski má líta svo á að nost-
algían sé afsprengi gyðing-krist-
innar söguvitundar sem byggist
á þeirri hugsun að ferill sög-
unnar sé hvorki sífellt að end-
urtaka sig né gangi í hringi í hið
óendanlega. Sagan skiptir máli
en hún heldur sífellt áfram í átt
að telos sögunnar eða mark-
miði sínu, þessa heims eða ann-
ars: fyrirheitna landinu, guðs-
ríki á hininum, endurkomunni.
Spurning dagsins er meðal ann-
ars spurning um telos sögunn-
ar. Hætt er við að framtíðin
vekji mönnum ugg og ótta og
hafi í för með sér uppgjöf hafi
þeir enga vitund um telos
hennar.
Vonin er leyndardómsfullt
hugtak sem erfitt er að henda
reiður á. Það verður ekki skoð-
að með neinum tækjum eða
tólum, samt vita allir að án von-
ar er ekkert líf. Hún er hreyfiafl
í lífi einstaklinga og þjóða. Án
vonar er maðurinn eins og
kolanámumaður sem er lokað-
ur inni í dimmum göngunum
og finnur enga leið út. Vonin er
leið út og áfram. En leið vonar-
innar er jafnframt ávallt leið inn
í óvissuna því að framtíðin er
ævinlega óviss. En þó ekki óviss
í þeim skilningi að hún komi
manninum ekkert við, maður-
inn eigi bara að bíða og vona.
Þvert á móti er vonin hvati að
öllu hans starfi. Þó ekki þannig
að hann geti tjúið hana til og
gert framtíðina að veruleika
með striti sínu einu saman.
Framtíðin kemur að sönnu án
tilverknaðar manna. Og hún er
þegar komin, „núið“ er horfið á
vit hins liðna um leið og orðinu
sleppir.
Vonin er hvorki aðgerðar-
leysi né strit við að þvinga fram
nýjar aðstæður úr gömlum efni-
við heldur eins og sagt hefur
verið „hún er lík tígrisdýri sem
liggur makindalega en stekkur
þá fyrst þegar hið rétta andartak
rennur upp.“ Að vona felst í því
að vera í viðbragðsstöðu og
þekkja hið nýja þegar það kem-
ur hljóðlega og hjálpa því til að
fæðast.
Okkur íslendingum lætur
best að bíða og vona aðgerðar-
lítil og leita á vit sagna og sögu
til afþreyingar - ekki til þess að
draga lærdóm af hinu liðna eða
til þess að rekja orsakir sam-
tímaviðburða eða þróun ein-
stakra þátta þjóðlífs og menn-
ingar. Við erum happdrættis-
þjóð sem dýrkum lukkumiða,
lottó og happaþrennur. Hvað
eigum við að vera að hafa
áhyggjur af framtíðinni? Til
hvers eigum við að blanda okk-
ur í gang sögunnar? Ráða ekki
stjórnmálamenn öllu? Hugsa
ekki sérfræðingar okkar
þannig, eru líffræðingar, haf-
fræðingar, efnafræðingar,
stjórnmálafræðingar og ótal
aðrir fræðingar ekki einmitt
aldir upp í því að tjá sig ekki?
Segja ekki sína skoðun, hafa
ekki áhrif á gang mála, ganga
ekki fram fyrir skjöldu í um-
hverfismálum svo dæmi sé
tekið? Kannski eiga grasrótar-
hreyfingar oft svo erfitt upp-
dráttar hér sem annars staðar
þrátt fyrir nægar málefnalegar
upplýsingar vegna þess að sér-
fræðingana vantar, þeir sitja í
makindum heima hjá sér og
hlæja að stjórnmálamönnunum.
Þeir einir huga að framtíð-
inni sem vænta sér einhvers af
henni og skipuleggja með hana
í huga. Hinir ábyrgu. Hvar er
þeirra að leita? Meðal hags-
munahópanna, bænda, útgerð-
armanna? Eða meðal sumra
stjórnmálamanna? í grasrótar-
hreyfingum, alþýðuhreyfingum
nútímans?
Eina hugsjónin að því er von-
ina varðar okkar á meðal er það
að vera bara bjartsýnn. En bjart-
sýnishugtakið er yfirborðsliug-
tak án inntaks; það felur í sér
skipun um að láta eins og allt sé
í lagi þótt innra fyrir sé engin
forsenda finnanleg til þess að
hlýðnast slíkri skipun. Vonin er
49