Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 93
STÓRFYRIRTÆKI OG STRÍÐSGRÓÐI
Árið 1940 var Reykjavík útgerðarpláss, en tíu árum síðar hafði afkomu útgerðarinnar
hrakað svo mjög og alls kyns afþreyingar- og þjónustuiðnaður hafði tekið við hlutverki
hennar í atvinnulífi borgarinnar. Kveldúlfur var tekjuhæsta fyrirtækið í Reykjavík bæði 1940
og 1944. Hér er verið að dytta að bíl í porti fyrirtækisins við húsin sem nú eru horfin.
mörg þeirra framleiddu alls
kyns súkkulaði, sælgæti og gos.
Hlutfall slíkra fyrirtækja var
vægt áætlað um eða yfir helm-
ingur af samanlögðum tekjum í
þessari atvinnugrein. Aðeins
eitt slíkt fyrirtæki komst í hóp
stórfyrirtækjanna 1940, það var
Ölgerðin Egill Skallagrímsson
en umrætt ár hafði það 44%
hlutdeild í sinni grein. Þriðja
tekjuhæsta fyrirtækið í matvæla-
og drykkjarvöruiðnaði 1944 var
Scelgœtis- og efnagerðin Freyja
og hefði það þótt saga til næsta
bæjar nokkrum árum áður.
Þrátt fyrir hnignun útgerðar-
innar juku slippar og alls kyns
vélsmiðjur og verkstæði hlut
sinn. Trúlega eru þar á ferðinni
hinar dýru viðgerðir og endur-
bætur á togurum sem fyrr var
drepið á. Flest þessara fyrir-
tækja og jafnframt þau stærstu
störfuðu fyrir útgerðina: Slipp-
félagið íReykjavík (1,2 milljón),
Stálsmiðjan og Hamar (400-
500 þús. kr. hvort). í þessum
hópi er þó vert að veita athygli
tveimur fyrirtækjum sem lögðu
stund á bílayfirbyggingar (Tré-
og bílasmiðjan Vagninn með
100 þús. kr.) og jafnvel samsetn-
ingu á bílum (Egill Vilhjálms-
son með 600 þús. kr). Þess utan
seldi síðarnefnda fyrirtækið bíla
og rak verkstæði.
Á þessum áratug óx atvinnu-
starfsemi í sambandi við bygg-
ingar mikið og það sést sem
vænta mátti á stórfyrirtækjun-
um. Engin byggingarvöruversl-
un var í verslanahópnum 1940
en 1944 voru þær einar fjórar til
fimm (m.a. /. Þorláksson &
Norðmann og Veggfóðrarinnj.
Trésmiðjur og slík starfsemi var
líka meiri seinna árið og fyrir-
tækin í þeirri grein höfðu meiri
tekjur. Stærst í þeirri grein voru
Timburverzlunin Völundur og
Trésmiðja Sveins M. Sveins-
sonar.
Verktakastarfsemi var einnig
meiri 1944 heldur en 1940.
Fyrra árið var aðeins einn verk-
taki, danska félagið Hojgaard &
Schultz sem sá um lagningu
hitaveitu í Reykjavík. En seinna
árið voru tvö íslensk byggingar-
félög komin í hóp stórfyrirtækja
Reykjavíkur: Almenna bygging-
atfélagið og Goði. Greinar sem
ekki fyrirfundust meðal stór-
fyrirtækja 1940 en voru til stað-
ar 1944 var t.d. tryggingastarf-
semi (Carl D. Tulinius & Co.)
og rekstur húseigna eða fast-
eigna til útleigu (Alpýðuhús
Reykjavíkur og Sólbeimar).
Atvinnugreinar eins og
klæðagerð og vefnaðarfram-
leiðsla virðast hafa staðið í
blóma á þessum árum, það sést
best á því að þessi grein fimm-
faldaði hlutdeild sína í hópi
stórfyrirtækjanna. Hér má
minna aftur á það að margar
Engin byggingarvöru-
verslun var í verslana-
hópnum 1940 en
1944 voru þær einar
fjórar.
verslanir voru einnig með smá-
framleiðslu á þessum árum.
Það segir líka sína sögu að
fyrirtæki á borð við Glerslípun
og speglagerð skyldi hafa svo
miklar tekjur að það næði í hóp
stórfyrirtækjanna. Sömu sögu
má segja af bóka- og blaðaút-
gáfu: bókum fjölgaði og upplög
þeirra stækkuðu mjög á þessum
árum.17 Af öllum prentsmiðjum
og útgefendum var ísafoldar-
prentsmiðja langstærst með
eina milljón í tekjur.
Bókaútgáfu má telja til menn-
ingarneyslu en það er greini-
legt að margs konar skemmtan-
ir og afþreying var eftirsótt. Mat-
sölu- og kaffihús komust í hóp
stórfyrirtækjanna 1944 (Hress-
ingarskálinn og Heitt & kalt
með samtals 300 þús. í tekjur)
og sýnir það ágætlega velmeg-
un fólks.
Kvikmyndahús bæjarins nutu
sannarlega góðs af löngun fólks
í skemmtun og afþreyingu á
þessum árum því tvö kvik-
myndahús komust í hóp stór-
fyrirtækjanna 1940 og 1944:
Gamla Bíó og Nýja Bíó. Þau
voru hins vegar mun vinsælli
seinna árið því tekjur þeirra
voru samanlagt 800 þúsund kr.
það ár á móti 300 þús. 1940.
Auk þess komst Filmuútleigan
upp fyrir tekjumarkið 1944, en
það var dreifingarfyrirtæki fyrir
bíómyndir hér á landi. Her-
mennirnir hafa að öllum lík-
indum verið fastagestir og er
ekki að undra að afkoma kvik-
myndahúsanna skyldi vera góð,
því hermennirnir voru tugþús-
undum saman í Reykjavík. Þeir
hafa e.t.v. ekki átt lítinn þátt í að
Strœtisvagnar Reykjavíkur
skyldu komast upp fyrir tekju-
markið þetta ár? SVR var meira
að segja með tekjuhæstu stór-
fyrirtækjunum (1,2 milljón í
skattskyldar tekjur).
„Það er draumur að vera
með dáta“ var sungið á þessum
árum og það var ekki síður
draumur að geta veitt sér ótal
margt sem alls ekki hafði feng-
ist eða engin efni voru til að
kaupa. Því allt í einu voru nógir
91