Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 11
FRELSI ER EKKI SAMA OG FRJÁLSHYGGJA
sem vörur streymdu á milli
landa og markaðssvæða án
haíta yrðu þeir ofan á sem gætu
framleitt vöruna ódýrasta. Hinir
yrðu að snúa sér að öðru. Mat
íslendinga á frjálsri verslun var
allt annað. „Ég held það hafi
verið tilgangur þjóðarinnar og
þinganna hér á landi, bæði
1845 og 1849, að bæta prísa, sér
í lagi á innlendum vörum, með
því að vilja gjöra verslunina
frjálsa," sagði Jón Sigurðsson
hreppstjóri í Tandraseli í Mýra-
sýslu á þjóðfundi 1851.19 Hann
var ekki einn á þeirri skoðun.
Versluninni var ekki ætlað að
breyta grundvelli íslensks efna-
hagslífs, heldur að leiðrétta
verð á íslenskum vörum með
samkeppni erlendra kaup-
manna.
Ófrjálslynd stefna íslendinga
í verslunarmálum kom vel fram
í afstöðunni til innanlandsversl-
unar, og þá sérstaklega þess
sem kallaðist „landprang" (þ.e.
lausaverslun í sveitum). Þingið
1845 tók reyndar frjálslega í
þetta mál, enda var það sérstakt
áhugamál forystumannsins Jóns
Sigurðssonar.20 Fjórum árum
síðar þvertók þingið fyrir að
verslun yrði leyfð utan verslun-
arstaða, slíkt myndi einungis
auka brennivínsdrykkju og
kaffiþamb. Vantraust bænda á
versluninni og áhrifum hennar
á siðgæði landsmanna almennt
birtist víða - gekk það svo langt
að stundum má greina bak-
þanka um ágæti hinna nýju
verslunarhátta eftir að utanrík-
isverslunin var gefin frjáls árið
1855. Verslunarstaðirnir þóttu
draga til sín letingja og svallara,
urðu jafnvel eins konar krabba-
tnein á heilbrigðum líkama
landbúnaðarsamfélagsins. Versl-
un árið um kring leiddi ófor-
sjála bændur til að sólunda vör-
um sínum í ótíma, skulda-
verslun leiddi til aukins iðju-
leysis og þar fram eftir göt-
um.21 íslendingar áttu ekki í
minnstu vandræðum með að
krefjast hafta í innanlandsversl-
un á sama tíma og þeir fóru
fram á verslunarfrelsi. Frjáls
íslendingar kröfðust
hafta í innanlands-
verslun á sama tíma
og þeir fóru fram á
verslunarfrelsi.
verslun í þeirra augum þýddi
einfaldlega að öllum þjóðum
væri heimilt að versla við ís-
lendinga, svo lengi sem verslun
þeirra kippti ekki stoðum und-
an samfélagsgerðinni. Slíkar
hugmyndir fengu fátt að láni frá
frjálshyggju 19. aldar. Vissulega
kom það ekki að sök fyrir mál-
staðinn að verslunarfrelsi var í
tísku. Danir losuðu t.d. um nær
öll bönd á sinni verslun á þess-
um sömu árum, þar á meðal var
afnumið bann við landprangi.22
íslendingar fóru hins vegar
fram á nákvæmlega það sama
og þeir höfðu krafist löngu
áður en þeim bárust kenningar
frjálshyggjunnar til eyrna.
„FRELSI ER EKKI
ÓBUNDIÐ
SJÁLFRÆÐI...“
Ég tel að spurningin um frelsis-
ást íslendinga á 19. öld snúist
ekki um það hvort þeir gengu
„frelsinu á hönd, heilir og
ósklptir og til lífstíðar, eða alls
ekki,“ heldur hvaða skilning
þeir lögðu í frelsishugtakið.23
Að álíta frjálshyggjuna hafa átt
einhvern einkarétt á frelsinu
stenst auðvitað ekki, ekki síst
þar sem frelsið er hugtak sem
er jákvætt í sjálfu sér. Og mér
væri ekkert fjær lagi en að væna
íslenska bændaforingja síðustu
aldar um að hafa barist gegn
frelsinu sem slíku. Þeir voru
stoltir af sjálfstæði íslenska
bóndans sem var engum per-
sónulegum fjötrum háður, raun-
verulegur húsbóndi á sínu
heimili. Hins vegar held ég því
fram að þeir liafi hafnað liug-
myndum frjálsliyggjunnar um
einstaklingsfrelsið. í grein sem
birtist árið 1839 og eignuð var
Sigurði Björnssyni hreppstjóra
á Ytra-Hólmi á Akranesi kemur
þetta greinilega fram þegar
hann segist ekki vilja „geta til að
neinn telji norðurlandabúa
frelsisanda, sem tildrög til hjúa
vorra sjálfræðis... er hann... allt
annað en sjálfræðið, sem helst
vill engum lögum eða skyldum
háð vera...“ 24 Hvað eftir annað
birtust hugmyndir íslendinga
um frelsið á þennan hátt. í
sömu andrá og það var lofað
var varað við sjálfræðinu eða of-
Kaupstaðarferð. Margir Islendingar höfðu óbeit á verslunarstöðum landsins og töldu þá laða að sér
letingja og auka brennivínsdrykkju.
[
9