Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 33

Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 33
Konungsverslun Konungur rak verslun- ina. I rauninni var þaö danska ríkið sem rak hana og embættismenn þess stjórnuöu henni. öll framsetning í sjálfstæði Islendinga miðar að því að gera efnið áhugavert og aðgengilegt. skilja eða vita. Saga verður að vera áhugaverð í augum les- enda, þeir verða að finna ein- hverja hvöt til að tileinka sér hana. Ekki að allt þurfí að vera æsilegt eða spennandi, en allt verður að höfða á einhvern hátt persónulega til lesenda. Allar spurningar eru í raun og veru persónulegar sé maður á annað borð persóna, segir Svava Jak- obsdóttir einhvers staðar, eða eitthvað á þá leið. Saga hefur gildi að því marki sem hún ork- ar á viðtakendur persónulega. Það á kannski við allt námsefni og öll fræði, en það á sérstak- lega við sögu af því að hún hef- ur svo takmarkað og óljóst hagnýtt gildi. KREFST ÞOLINMÆÐI AÐ SKRIFA FYRIR BÖRN Hvaða munur er áþví að skrifa fyrir grunnskóla og framhalds- skóla? Það krefst meiri þolinmæði að skrifa íyrir börn. Maður má aldrei troða efninu inn í formið, aldrei þjappa saman til að spara rúm. Ef efni vill ekki rúmast með hægu móti í kafla verður skilyrðislaust að einfalda, stytta, sleppa atriðum, - ef ekki reynist pláss í bókinni til að skipta því á tvo kafla. Ég held að maður verði kannski að komast næst hinum innsta kjarna sagnfræði þegar maður skxifar fyrir börn. Öll saga gengur út á að búa til skiljanlegar heildir úr flóknum veruleika sem er torskilinn og óaðlaðandi eins og hann kemur fyrir í heimildunum, að sjá línur í því sem lítur út eins og óskiljanleg flækja við íyrstu sýn. í barnasögu þurfa þessar línur að vera enn skýrari en í sögu handa fullorðnum. Maður verð- ur að finna enn betri leiðir til að gera hlutina skiljanlega og einfalda. Ég hef stundum látið nemendur mína í Háskólanum spreyta sig á því að skrifa texta fyrir börn, og þá hef ég sagt þeim að sagnfræðin væri eins og Kristur sagði að Himnaríki væri: sá sem tæki ekki á móti henni eins og barn kæmist alls ekki inn í hana. Það sagði ég auðvitað til að brýna mitt fólk til að leggja sig fram við verk sem sumum þeirra fannst ekki fylli- lega samboðið sér. Ég væri ekki að reyna að upphefja barna- söguna ef ég fyndi ekki að mörgum hættir til að fyrirlíta hana að tilefnislausu. Hvemig veistu hvemig á að ná til lesenda? Var það ekki Binni í Gröf, eða einhver annar frægur aflakóng- ur í Vestmannaeyjum, sem sagði að til þess að veiða vel yrði maður að hugsa eins og þorskur? Ég held að málið sé að hugsa eins og ófróðir lesendur, gera sér réttar hugmyndir um hvernig þeir hugsa, hvaða spurninga þeir mundu spyrja, hvað þarf að segja þeim, hvað þeim finnst sæmilega skemmti- legt að láta segja sér. f rauninni er þetta að mestu leyti sama aðferð og höfúndar skáldskapar nota. Þeir verða að finna út hvað þarf að segja til að lesendur fylgist með og finnist skemmtilegt að lesa. Eða kvik- myndahöfundar. Þeir verða að skynja hvað myndskeið þarf að 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.