Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 82

Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 82
Hina síðarnefndu dreymir um að finna aðferð sem framleiðir söguna sjálfkrafa, þannig að þeir þurfi ekki að gera annað sjálfir en að taka við niðurstöðunum. Braudel fyrir tuttugu árum höfðum við lítinn áhuga á fé- lagsfræði, en mikinn á mann- fræði. Fyrir vikið breyttust áherslur í tímaritinu og söguleg mannfræði varð ráðandi. Hún lifir reyndar góðu lífi enn og á það íyllilega skilið. Allra síðustu ár hefur hins vegar verið dálítil kreppa hjá okkur. Tímaritið hef- ur verið gagnrýnt óvægilega, einkum fyrir að sinna ekki leng- ur draumi frumkvöðlanna um heildarsögu. Fullyrt er að sú saga sem tímaritið boðar sé í molum, jafnvel orðin mylsna. Þetta er rangt. Stefna okkar er að taka aðeins greinar sem gera meira en að segja frá einhverj- um atriðum, þylja staðreyndir. Við tökum aðeins greinar sem eru þeirrar tegundar sem á ensku nefnast „case studies,1' það er að segja greinar sem vísa út fyrir efnið til stærri og al- mennari hluta. Það kemur fyrir að við synjum góðum greinum, einmitt vegna þess að þær eru ekki „case studies," heldur að- eins afmörkuð rannsókn um til- tekið efni. Tímaritið hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að sinna ekki stjórnmálasögu. Sú gagnrýni á við rök að styðjast og við ætlum að bæta úr því. Harkaleg gagn- rýni stofnenda tímaritsins á stjórnmálasögu eins og hún var skrifuð þá var réttmætt. Gagn- rýnin varð aftur á móti til þess að annálamenn hafa lítið sem ekkert sinnt stjórnmálasögu, sem er miður. Eins og ég sagði áðan er nú full nauðsyn á því að fara að huga að nýrri stjórn- málasögu, sögu valdsins. Tímaritið er líka í vanda statt vegna vinsælda sinna, ef svo má að orði komast. Það er sextugt og dafnar sem aldrei fýrr. Eink- um erum við ánægðir með að rúmur helmingur áskrifenda býr í öðrum löndum en Frakk- landi. Hins vegar eru þær hug- myndir sem urðu kveikjan að stofnun tímaritsins orðnar það mikils metnar og viðurkenndar að tímaritið er kannski ekki jafn nýstárlegt og það var fyrstu ára- tugina. SAGA OG TÍSKA Það leiðir hugann að spurning- unni um tískusveiflur í sagn- fræði? Við höfum haft áhuga á því um nokkurt skeið að fylla eitt hefti Annála af greinum um ein- mitt þessa spurningu. Það hefur ekki tekist ennþá, því j^að hefur reynst ákaflega örðugt að fá menn til að skrifa greinar, það einfaldlega getur það enginn ennþá. En tískusveiflur hófust í sagnfræði um leið og nógu margir voru farnir að stunda rannsóknir og fylgjast með þeim. Sveiflurnar mótast af tengslum sagnfræðinga og ann- arra menntamanna við þjóðfé- lagið og hafa orðið enn öflugri eftir að fjölmiðlar fóru að ráða ríkjum í menningu vestrænna landa. Líklega er hægt að tala um jorjár tegundir af tískusveiflum innan sagnfræði. í fyrsta lagi eru sveiflur sem eru liðnar und- ir lok, síðan aðrar sem eru horfnar en halda engu að síður áhrifum í niðurstöðum og að- ferðum sem þróuðust og loks enn aðrar sem heppnuðust og hafa borið ávöxt. Dæmi um tískusveiflu sem er liðin undir lok eru hinar miklu doktorsritgerðir um tiltekin héruð, }oar sem allt var tínt til og markmiðið var að skýra frá nán- ast öllu um svæðið. Þessi hefð var eitt af því líflausasta sem til var í hinni hefðbundnu sagn- fræði í Frakklandi. Allra síðustu ár hefúr þó tekist að beita sam- bærilegri aðferð með góðum árangri á borgir, enda aðrar hugmyndir að baki en á árum áður þegar fræðimaður tók sína sveit fyrir með stækkunargleri og gerði grein fyrir öllu sem hann fann. TALNASÝKI Dæmi um tískusveiflu sem gerði gagn en rann sitt skeið á enda án þess að skilja mikið eff- ir sig er kvantítatíf sagnfræði, þar sem allt var reiknað og mælt. Hámarki náði sú tíska fyrir tveimur áratugum. Menn gerðu ótrúlegustu hluti og ég fæ ekki annað séð en að þarna hafi hin pósitívíska sagnfræði 19. aldar haldið innreið sína á nýjan leik. í mínum huga eru tvennskonar sagnfræðingar til. Annars vegar eru lifandi og skapandi fræðimenn. l lins veg- ar eru sagnfræðingar sem helst má líkja við skrifstofuþræla eða möppudýr. Hina síðarnefndu dreymir um að finna aðferð sem framleiðir söguna sjálf- krafa, þannig að þeir ]“>urfi ekki að gera annað sjálfir en að taka við niðurstöðunum. Þessir menn ímynduðu sér að tölvan gæti samið söguna í þeirra stað. Á síðustu öld átti skjalið að segja alla söguna, nú tóku tölv- an og tölur sem hún átti að búa til við því hlutverki. Ég held að öllum sé ljóst að þetta gengur ekki upp. Tölur koma aðeins að gagni séu |iær notaðar í hófi. Það sama má segja um tölvur, sem að vísu hafa unnið stórvirki á nokkrum sviðum sagnfræði, einkum í hagsögu, en einnig við rannsóknir á sögu menning- ar. Má joar nefna dæmi af rann- sóknum á sögu bókaútgáfu og athugunum á útbreiðslu hand- rita á miðöldum. 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.