Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 6
Guðmundur Hálfdanarson
FRELSI ER EKKI SAMA
OG FRJÁLSHYGGJA
Síðastliðinn áratug hefur
vofa gengið aítur í ís-
lenskri pólitík. Ekki vofa
kommúnismans, heldur frjáls-
hyggja 19. aldar í gervi „nýfrjáls-
hyggjunnar." Reyndar hefur
fyrirbærið átt nokkuð erfitt
uppdráttar, þar sem það hefur
reynst rýrt í öflun vinsælda -
gott ef heitið hefur ekki öðlast
sess sem hið versta skammar-
yrði í íslenskri stjórnmálaum-
ræðu.
Erfiðleikar nýfrjálshyggjunn-
ar þurfa alls ekki að koma á
óvart. Þrátt fyrir nafnið er fátt
nýtt í boðskap hennar, enda er
hún lítið annað en skilgetið af-
kvæmi líberalismans, hug-
myndastefnu sem kom fram í
Evrópu fyrir meira en tveimur
öldum. Til íslands barst kenn-
ingin seint, eins og oft gerðist
með slíka strauma á fyrri
tímum. Einangrun landsins
kom stundum í veg fyrir að
tískustefnur nágrannalandanna
næðu eyrum íslendinga, auk
þess sem félagslegar forsendur
voru varla fyrir öflugri frjáls-
lyndishreyfingu á íslandi. Þar að
auki ríkti almenn deyfð í póli-
tísku lífi landsmanna allt þar til
einveldið danska riðaði til falls
á fyrri hluta 19. aldar.
Það er einmitt í þjóðernisbar-
áttu íslendinga og þeim hrær-
ingum sem henni fylgdu að
menn hafa greint fyrstu merki
frjálshyggju á íslandi. Þannig
segir Gunnar Karlsson í dokt-
orsritgerð sinni um frelsisbar-
áttu Suður-Þingeyinga: „félags-
hreyfingarnar voru auðvitað eitt
af afkvæmum frjálshyggju 19.
aldar og frjálshyggjan var af-
kvæmi iðnbyltingar Vestur-
Evrópu."1 Burtséð frá því að ég
tel nokkuð djarft að álíta frjáls-
hyggjuna afkvæmi iðnbyltingar,
þar sem afkvæmi eru sjaldnast
eldri en foreldrarnir, þá var
samband íslenskra félagshreyf-
inga og evrópskrar frjálshyggju
nokkuð flóknara en fullyrðing-
in gerir ráð fyrir. Reyndar hef
ég haldið því fram á prenti að
eitt meginstef íslenskrar þjóð-
ernisbaráttu, a.m.k. í upphafi,
hafi verið andúð á grundvallar-
hugmyndum frjálshyggjunnar.2
Langar mig að höggva hér í
sama knérunn með stuttri
greiningu á hugmyndum um
frelsið í íslenskum stjórnmálum
á síðari hluta 19. aldar. Tilefnið
er að nokkru gagnrýni þeirra
kollega minna Gunnars Karls-
sonar og Guðmundar Jónsson-
ar í fyrsta hefti Nýrrar sögu.3
Þar að auki er það sannfæring
mín að stjórnmálasaga nútím-
ans verði ekki skilin án sam-
hengis við fortíðina. Stjórnmál á
ofanverðri 20. öld eru enn und-
ir sterkum áhrifum frá þeirri
stefnu sem þau tóku fyrir meira
en eitt hundrað árum.
FRJÁLSHYGGJA OG
FRELSI
Frelsið er grundvallarstef frjáls-
hyggjunnar, eins og nafnið ber
með sér. Það er þó ekki frelsið
í öllum sínum óteljandi
myndum, heldur fyrst og fremst
einstaklingsfrelsið sem frjáls-
hyggjan berst íyrir. Hugmyndin
er að gefa einstaklingnum svig-
rúm þar sem hann hefur einn
vald yfir hugsunum sínum og
athöfnum, án íhlutunar rikis
eða annarra utanaðkomandi
afla. Frelsi einstaklingsins getur
vitanlega aldrei orðið ótak-
markað, því þá er hætta á að
sumir einstaklingar gangi á rétt
annarra í krafti styrkleika síns.
Til að koma í veg fyrir slíkt set-
ur samfélagið lög sem tryggja
sérhverjum einstaklingi réttindi
og frið, eða draga landamæri á
milli einkalífs og opinbers lífs.
Siðfræðilegur grunnur frjáls-
hyggjunnar er sú trú að maður-
inn sé í eðli sínu skynsemisvera
og sjálfur best fær um að dæma
um hvað honum er fyrir bestu -
svo framarlega sem hann ber
ábyrgð á eigin gjörðum. Hug-
myndir þessar, sem nú eru
margar hverjar álitnar sjálfsagð-
ar, þóttu feikilega róttækar er
þær komu fram á 17. öld. Þær
gengu þvert á allar viðteknar
hugmyndir um mannlegt eðli
og skipan samfélagsins. Á þeim
tima var kenning kirkjunnar um
erfðasyndina allsráðandi, þ.e.
sú trú að maðurinn væri í eðli
sínu spilltur og einungis með
styrkri stjórn og aga væri hægt
að forða samfélaginu frá algerri
upplausn. Fjölskyldan, en ekki
einstaklingurinn, var grunnein-
ing samfélags miðalda og á fyrri
hluta nýaldar. Hún var það líkan
sem best þótti henta til að
tryggja stöðugleika og jafnvægi.
Fjölskyldutengsl eru ekki í eðli
sínu samningsbunþin og verða
því ekki rofin. Vald föðurins
byggist á því að hann gefur
börnum sínum líf og krefst í
staðinn skilyrðislausrar hlýðni.
En faðirinn hefur einnig skyld-
um að gegna gagnvart börnum
sínum, hann ber ábyrgð á vel-
ferð þeirra - a.m.k. upp að vissu
marki. Samkvæmt þessari hug-
myndafræði var ríkið líkt og
píramíti þar sem fjölskyldur
hinna lægstu voru grunnurinn
en Guð (alfaðirinn) toppurinn.
Vald Guðs yfir manninum rétt-
lætti vald allra yfirboðara.
Frjálshyggjumenn mátu hins
vegar ekki stöðugleikann fram-
ar öllu. Framþróun var þeirra
Guðm. Hálfdanarson.
Stjórnmálasaga
nútímans verður ekki
skilin án samhengis
við fortíðina.
Siðfræðilegur grunnur
frjáishyggjunnar er sú
trú að maðurinn sé i
eðli sínu skynsem-
isvera.
4