Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 50

Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 50
merki við þann áhuga - er sú að við höfum ekki sömu rætur til fortíðarinnar og þjóðir sem raunverulega virðast líta með stolti til fortíðar sinnar. Væri svo þá værum við meiri snill- ingar í að halda hátíðir því að hátíðir halda menn sem eiga sér fortíð. Vanmáttur okkar á þessu sviði segir því sína sögu um söguvitund okkar. Fortíðin er ekki eina tilefnið sem menn hafa til að halda hátíð. Annað tilefni er framtíð- in, vonin um einhverja áfanga framundan, framtíðarlandið; útópían eða vonarlandið er framundan,- „næsta ár í Jerúsal- em.“ En þar grípum við íslend- ingar að því er best verður séð í tómt. Skortur okkar á hugar- flugi („fantasíu") sem fylgir öll- um hátíðum sem eiga sér tilefni í framtíðinni segir því sína sögu um framtíðarvitund okkar ís- lendinga. í vitund mannsins togast á fortíð og framtíð. Stundum tog- ar fortiðin sterkar, stundum framtíðin. Margir telja að nú sé það fortíðin sem togi sterkar. Og þetta á ekki aðeins við um okkur íslendinga. Ekki hafa menn þó alltaf litið til fortíðar- innar með von í augum. Á afmælisári frönsku bylting- arinnar er rétt að minnast þess að þá var annað upp á teningn- um. Einn byltingarmanna, Lou- is-Antoine de Saint-Just (með stóru eyrnalokkana), sagði: „Út- rýmum hinu gamla." í staðinn horfði franska byltingin fram á við og setti á oddinn hugtökin frelsi, jafnrétti og bræðralag. En auðvitað virti byltingin sjálf eng- in slík kjörorð. í það minnsta ekki þegar dómsmálaráðherr- ann Georges Danton, rúmlega þrítugur að aldri, stóð fyrir septembermorðunum árið 1792 undir slagorðinu „vox populi, vox Dei“ eða rödd fólksins er rödd Guðs. Það fannst þeim eiga við þegar ryðja þyrfti fólki, sem að vísu var ímynd liðins tíma og úreltra viðhorfa, úr vegi. í augum byltingarmannanna var það sem sagt framtíðin sem öllu skipti. Burt með hið liðna, söguna og allt sem henni heyrir til. Að baki býr sú vitund að sag- an gefi ekki aðeins sjálfsmynd heldur geti hún líka verið fjötur um fót og staðið í vegi fyrir framförum og eðlilegri þróun manns og samfélags. Þess vegna verði að slíta fjötrana við fortíð- ina og byrja upp á nýtt. Nost- algían var í þeirra augum ekkert annað en flótti frá nútímanum og um leið frá framtíðinni. Hvers vegna lítum við íslend- ingar sífellt um öxl en sjaldan framávið? Hvers vegna er nú- tíminn svo ruglingslegur; stjórnvaldsaðgerðir, atvinnulíf og menningarmál svo mótað af skorti á framtíðarsýn? Þessum spurningum er vand- svarað. Framtíðin er ekki til um- ræðu af þeirri einföldu ástæðu að i vitund okkar íslendinga skiptir framtíðin engu máli. Hún kemur af sjálfri sér eða af annarra völdum. Við höfum ald- rei þurft að huga að framtíð- inni. Það hafa aðrir gert fyrir okkur: erlend stjórnvöld, er- lendir fræðimenn; eða þróunin: þróun á sviði tækni og vísinda, þróun í hugsun og listum, í menningu, í tísku og bílateg- undum. Allt kom að utan. Og í hugsun okkar kemur allt að utan ennþá. En það eru einnig aðrar og dýpri ástæður. Á undanförnum árum hafa margar ítarlegar rannsóknir í ýmsum löndum sýnt fram á ótta manna við fram- tíðina. Tilfinning manna að þessu leyti - ekki síst ungs fólks - er talin hafa breyst verulega á örfáum árum. Ástæður eru m.a. óttinn við kjarnorkusprengjuna, um röskun lífríkisins og fleira slíkt. í stað eftirvæntingar er kominn uggur og framtíðarótti. Og þegar svo er komið sögu er vissulega mikil hætta á ferðum. Hvers vegna? Vegna þess að maðurinn lifir ekki í fortíðinni og heldur ekki eingöngu í nútíðinni. Hann lifir íframtíðinni. Það er framtíðin, hin óvissa ókomna tíð, sem lokkar manninn áfram frá degi til dags. Ekki aðeins börn og unglinga heldur alla, jafnvel dauðvona sjúklinginn og örvasa gamalmennið. Allir lifa í dag Þessi stútka stendur við útsýnisskífu og horfir til framtíðarinnar, er hún bjartsýn? 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.