Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 22

Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 22
Guðmundur J. Guðmundsson KLERKAR í KLÍPU Hjónabönd og frillulífi kirkjunnar manna á miðöldum. Ekki væri með nokkru móti hægt að kanónis- era kaþólskan biskup sem heil þjóð væri komin út af. ví hefur verið fleygt að nokkrir íslenskir kaþól- ikkar hafi á íyrri hluta þessarar aldar reynt að fá páfa til að kanónisera einhvern verð- ugan íslending. Nokkrir komu að sjálfsögðu til greina svo sem hinn sæli Þorlákur biskup sem reyndar hafði verið dýrkaður nokkuð hér á landi í kaþólskum sið, nú eða þá Guðmundur góði. Hvorugur þessara varð þó fyrir valinu heldur reyndust menn hafa mest dálæti á Jóni biskupi Arasyni. Eins og venjan er í svona tilfellum voru hinir vísustu menn látnir kanna allt lífshlaup hins tilvonandi dýr- lings til að atliuga hvort hann væri þess verður að vera heilag- ur maður kaþólsku kirkjunnar. Það er skemmst frá því að segja að niðurstaðan var sú að jafnvel þótt Jón Arason væri síðasti kaþólski biskupinn á Norður- löndum, mikill kirkjuhöfðingi, sjálfstæðishetja íslendinga, ágætt sálmaskáld og hefði dáið píslarvættisdauða fyrir trú sína þá væri ekki með nokkru móti hægt að kanónisera kaþólskan biskup sem heil þjóð væri kom- in út af. Ástæðan fyrir því að ég rifja þessa sögu upp er sú að hún bregður ljósi á athyglisverðan þátt í lífi og starfi kennimanna hinnar heilögu kaþólsku kirkju hér á landi, það er að segja sam- skipti þeirra við hitt kynið. Hér á eftir ætla ég að segja lítillega frá þessum samskiptum og bera ástand mála hér á landi saman við það sem tíðkaðist annars- staðar í Vestur-Evrópu. EINLÍFI PRESTA OG AFSTAÐA KAÞÓLSKU KIRKJUNNAR Snemma á öldum fór að bera á kröfum innan kirkjunnar í Vest- ur-Evrópu um að kennimenn hennar lifðu einlífi. Á fjórðu öld voru settar reglur þess efnis að prestar og biskupar skyldu vera ókvæntir og lifa einlífi. Á fimmtu öld voru þessar reglur útvíkkaðar og einnig látnar ná til subdjákna. Allt frá þessum tíma voru því í gildi reglur sem bönnuðu klerkum að kvongast eða hafa mök við konur. Það var hins vegar annað mál hvern- ig tókst að framfylgja þessum reglum. í þeim efnum skiptust á skin og skúrir. Meðan á umróti þjóðflutning- anna stóð voru þessar reglur að engu hafðar en á þeim árum sem ríki Karlunga var upp á sitt besta, frá miðri sjöundu öld og fram á þá tíundu, var reynt að framfylgja þeim eftir því sem kostur var á. Þegar Karlungarík- ið liðaðist í sundur sótti aftur í sama farið enda framferði margra þeirra manna sem þá sátu á páfastóli til lítillar fyrir- myndar í þessum efnum sem öðrum. Á 11. öld kom upp mikil um- bótaalda innan kirkjunnar. Þess- ar umbætur hafa verið kenndar við Gregoríus VII. Meðal þess sem umbótaöflin settu á oddinn var krafan um að klerkar skyidu vera ókvæntir. Ekki gekk það þó andmælalaust fyrir sig og var hart deilt um þetta mál af mikl- um lærdómi og speki. En um- bótasinnar höfðu sigur og á valdatíma Innocentíusar III. í byrjun 13. aldar mátti svo heita að búið væri að útrýma þeim sið að kaþólskir klerkar væru kvongaðir nema á Norður- löndunum. í þessum efnum voru þeir vandræðabörn kirkj- unnar. Frá fyrstu tíð var það sið- ur meðal norrænna klerka að kvongast rétt eins og aðrir þjóð- félagsþegnar og verður þess ekki vart að þeir hafi séð neitt athugavert við það. Nokkuð var misjafnt eftir löndum hversu lengi þessi siður hélst. í Dan- mörku sem hafði hvað nánast samband við önnur Evrópu- lönd hélst þessi siður fram á síðari hluta 12. aldar, í Noregi þar til á fyrri hluta 13. aldar en á íslandi þar til á síðari hluta 13. aldar. Sænskir prestar héldu og áfram að ganga í hjónaband fram á 13. öld. 1 En þótt komið væri í veg fyrir að klerkar gengju í hjónaband þá er næsta víst að það liefur ætíð tíðkast í nokkrum mæli að þeir héldu frillur. Það hefur verið undir einstökum kirkju- höfðingjum komið hvort þeir framfylgdu reglum kirkjunnar um einlífi af hörku eða létu heimilishald klerka sinna af- skiptalaust. PRESTAR Á BIÐILSBUXUM Á fyrstu áratugunum eftir að kristni var lögtekin hér á landi neyddist kirkjan oft á tíðum til að slá af kröfum sínum á ýms- um sviðum eða líta framhjá og samþykkja með þögninni sumt það sem ekki hefði þótt sæma þar sem kristni var búin að vera ráðandi hugmyndafræði í marg- ar aldir. Þetta var nauðsynlegt meðan verið var að venja fólk við grundvallaratriði hinnar nýju trúar og festa kirkjuna í sessi sem valdamikið þjóð- 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.