Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 92
Halldór Bjarnason
Nú voru komnar til
sögunnar ýmsar
sérverslanir sem
seldu munaðarvörur
eða „óþarfa", sem svo
var kallaður.
Nokkrar verslanir þjónuðu
aðallega atvinnulífinu eins og
áður og samanlögð hlutdeild
þeirra af tekjum verslunarfyrir-
tækja minnkaði nokkuð miðað
við 1940 og féll úr nálægt 42% í
um það bil 33%. Hins vegar
voru tekjuhæstu verslunarfyrir-
tækin einmitt í þessum geira
sem þjónaði atvinnulífinu.
Sérverslanir sem þjónuðu
bæði atvinnulífinu og einstakl-
ingum voru nýjar í hópi stór-
fyrirtækja. Þetta voru t.d. bygg-
ingarvöruverslanir. Samanlagt
höfðu þessar sérverslanir ná-
lægt 18% af samanlögðum tekj-
um verslana og er það harla
gott miðað við það að þær
náðu ekki tekjumarkinu, sem
sett var í þessari rannsókn, árið
1940. Meðal verslana í þessum
hópi má nefna Byggingarvöru-
verzlun Sveins M. Sveinssonar
og G.J. Fossberg vélaverzlun.
Eins og áður er sagt var
mesta breytingin meðal versl-
unarfyrirtækja sú að nú voru
komnar til sögunnar ýmsar sér-
verslanir sem seldu munaðar-
vörur eða „óþarfa", sem svo var
kallaður. Af þeim vekja e.t.v.
mesta athygli Tóbaksverzlunin
London, Sœlgœtissalan í
Gamla Bíói og Veitingasala
S.G.T. Tekjur þeirra voru milli
100 og 200 þús. kr. Það hefði
einhvern tímann þótt tíðindi að
gróði flæddi þar svo um borð
og bekki að þær lentu í stríðs-
gróðaskatti eins og stórfyrirtæk-
in! Hinar sérverslanirnar voru
Týli, sem seldi sjóntæki, gler-
augu og ljósmyndir, og Verslun-
in Ingólfur sem seldi nýlendu-
vörur. Týli hafði hreint ekki litl-
ar tekjur, nær 300 þús. kr., og
hin rúmlega 100 þús. kr. Sam-
tals voru þessi fimm fyrirtæki
með 5% af tekjum verslana.
Aðrar atvinnugreinar en
verslun blómstruðu Iíka þótt
hlutur þeirra af tekjum stór-
fýrirtækjanna væri miklu minni.
Stærst þessara greina var mat-
væla- og drykkjarvöruiðnaður-
inn (12%) og alls kyns málm-
smíði, slippar, vélsmiðjur og
verkstæði (7%). Aðrar greinar
voru með um 3% eða minna en
höfðu eigi að síður vaxið mikið
miðað við 1940.
Fyrirtæki í matvæla- og
drykkjarvöruiðnaðinum höfðu
12% hlutdeild á móti 3% fjór-
um árum áður og var því hlut-
fallslega enn meiri vöxtur þar
en í versluninni. Þar að auki
vekur strax athygli að ótrúlega
\ i
Fyrirtæki I drykkjar- og matvælaiðnaði juku sífellt hlutdeild sína I heildartekjum reykvískra fyrirtækja. Ölgerðin Egill Skallagrímsson
hafði nær helming allra tekna fyrirtækja I þessum geira árið 1944.
90