Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 23

Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 23
KLERKAR í KLÍPU Þessi skýringarmynd er úr þýsku handriti frá 15. öld þar sem því er lýst að samræði sé öllum nauðsynlegt, bæði tilað viðhalda mannkyninu og ekki síðurtil að koma í veg fyrir þunglyndi. Ekki var kaþólska kirkjan því sammála en íslenskir þjónar hennar virðast hafa verið á þessari skoðun. félagsafl. Meðal þessara mála var margt af því sem varðaði sambúð karls og konu. Nú voru samskipti kynjanna vissulega eitt af þvi sem kirkjan átti að hafa eftirlit með og líklega var það einmitt á þessu sviði sem fólk féll hvað oftast í synd. Ástæðan fyrir því að kynlífseítir- litið var frekar látið sitja á hak- anum en annað var sennilega sú að fyrir hin smærri kynferð- isafbrot mátti auðveldlega bæta með iðrun, skriftum og bæna- lestri.2 Einnig voru reglur norrænna manna um hjúskap mjög formfastar og ákveðnar þannig að kirkjunnar menn hafa frekar talið óhætt að slaka á hvað þetta varðaði en á öðrum sviðum. Ein af afleiðingum þessa var sú að allt fram á 13- öld var hjúskapur hér á landi veraldlegur samningur. I-aga- lega séð þurfti kirkjan ekki að hafa þar nein afskipti. Eitt af þeim vandamálum sem kirkjan stóð frammi fyrir á fyrstu áratugunum eftir kristni- tökuna var að fá hæfa menn til prestsþjónustu. Oft á tíðum var alls ekki völ á neinum slíkum og var þá gripið til þess ráðs að vígja þá sem fengust í þeirri von að þeir næðu tökum á starfinu með tið og tíma. Kirkjan neydd- ist því til að fylgja þeirri speki að skárra sé að veifa röngu tré en öngu. Byðist hæfur maður til að þjóna kirkjunni hikuðu for- ráðamenn hennar ekki við að vígja hann þó svo að einhverjir vankantar fyndust á högum hans, svo sem að hann væri kvæntur. Þar breytti engu þótt það hefði verið, frá því á fjórðu öld, ein af meginreglum ka- þólsku kirkjunnar að prestar skyldu vera ókvæntir. Hinir fyrstu íslensku biskup- ar voru allir kvongáðir og í Skálholtsbiskupsdæmi tók Giss- ur biskup við af ísleifi föður sínum. Jón Ögmundsson biskup á Hólum var tvíkvæntur og var seinni kona hans, Valdís, bústýra á Hólunt. Ekki mun Jón biskup þó hafa átt börn svo sög- ur fari af. Það er einkar athygl- isvert að þegar fyrstu íslensku biskuparnir voru vígðir stóðu áðurnefndar umbætur Gregor- íusar VII. sem hæst. Þrátt fyrir það gerðu kirkjuyfirvöld engar athugasemdir þótt íslensku biskuparnir væru allir kvæntir. Engar heimildir finnast um það hvenær eða hvernig þetta byrjaði og ekki hafa varðveist nein bréf frá páfum eða öðrunt ráðamönnum kirkjunnar sem veita undanþágu frá þessari meginreglu kirkjunnar ef frá er talin ein tilvlsun í glatað bréf frá árinu 1152. Ekki verður betur séð en það liafi verið viðtekin venja allt frá kristnitöku að ís- lenskir klerkar væru kvongaðir ef þeim bauð svo við að horfa og var það mun algengara en hitt. Engurn getum verður að því leitt hvernig á þessu stóð en þó var hjónabandið, eins og áður sagði, veraldleg stofnun í norrænum samfélögum forn- aldar, einskonar viðskiptasamn- ingur, en hafði ekki trúarlegt gildi. Ekki er ótrúlegt að það hafi skipt einhverju máli í þessu sambandi. Svo mikið er víst að ekki var gerð nein alvarleg til- raun til að koma í veg fyrir að klerkar gengju í hjónaband fyrr en komið er langt frarn á 13- öld og sá fyrsti sem náði verulegunt árangri á því sviði hér á landi var Árni biskup Þorláksson. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.