Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 35

Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 35
Jú, þetta eru þjóðarsögur, með því er fyrirbrigðinu þjóð auðvit- að gert hærra undir höfði en til dæmis stétt, mannkyni, NATO eða kristindómi. Það er líka ábyrg þjóðernisvitund í bókun- um, velviljuð öllum þjóðum held ég og laus við tilefnislausa upphafningu á þjóðinni. Ég álít að íslendingar hafi unnið eitt heimssögulegt afrek, að skrifa íslendingasögurnar, og ég ligg ekki á því. Ég geri ráð fyrir að lesendur skynji sig sem íslend- inga og taki afstöðu með íslend- ingum í sögunni, og ég sé ekki hvers vegna þeir skyldu ekki gera það. Mér finnst skipta mestu máli hvort þjóðernisvit- undin hvetur fólk til að koma vel fram í skiptum við aðrar þjóðir eða til að hefja sig yfir þær. Ég vildi til dæmis gjarnan að lesendur minna bóka hugs- uðu sem svo að okkur, sem höf- um verið ófrjáls þjóð og arðrænd, beri jafnvel meiri skylda til þess en öðrum þjóð- um að leggja fram okkar skerf til að aðrar þjóðir geti orðið frjálsar og öðlast bærileg lífskjör. Þetta er auðvitað póli- tísk stefna, það er ekki hlutleysi. En það er pólitísk stefna sem ég held að allir beri nægilega virð- ingu fyrir til þess að hún verði almennt viðurkennd sem stefna kennslubókar. Stefnu sem ég veit að mikill ágreiningur hlýtur að vera um, meðal kennara og foreldra, henni held ég ekki fram. Sá sem skrifar fyrir al- menningsskólakerfi verður að bera nokkra virðingu fyrir öll- um skoðunum sem hann veit að fólk hefúr - sem það hefur alveg inn í gegn. Hér kemur enn að því sem ég sagði áðan, maður verður að reyna að lifa sig inn í hugarheim lesenda sinna, og ef maður treystir ekki á það þá skrifar maður aldrei neitt. Raunar er forðast að boða pólitiska stefnu í bókunum, líka um það sem maður gæti haldið að fullorðið fólk væri nokkurn veginn sammála um. Við reynd- um alltaf að segja fólki ekki að það ætti að hafa ákveðna skoð- un eða hugsa á ákveðinn hátt. Hugmyndin um að það sé rang- látt að íslendingar séu ríkir meðan aðrar þjóðir eru fátæk- ar, hún er eingöngu sett fram í spurningu: „Er réttlátt að sumar þjóðir séu margfalt auðugri en aðrar?“ Ef hugmyndin höfðar alls ekki til nemenda þá hefur hún varla nokkur áhrif á þá. Hvað um uppeldisgildi bók- anna og sögukennslu al- metmt? Ég held að saga sé kannski fyrst og fremst kennslugrein, bæði fyrir unga og gamla. Hún er miðill menningar, tæki til að kenna margt sem stundum er kallað félagsfræði eða stjórn- málafræði eða landafræði, líka til dæmis siðfræði. Við verðum held ég fyrst að átta okkur á því að menningin sjálf skiptist ekki upp í fræðigreinar. Það eru sérfræðingarnir sem búta hana niður og kalla sumt félagsfræði- ■ legt, sumt stjórnmálafræðilegt, sumt sálfræðilegt. Sagnfræði heldur á vissan liátt saman því sem sérfræðin sækja í að stykkja í sundur. Nú upp á síðkastið hefur sérhæfing verið í tísku, af því að hún hefúr gefið góðan árangur í tækni. En hún er bráðhættuleg vegna þess að hún sviptir menn ábyrgð á sam- félagi sínu og umhverfi í heild. Verkfræðingar segja: Þetta er á ábyrgð stjórnmálamanna; stjórnmálamenn segja (eða hugsa): þetta eru á ábyrgð hag- fræðinga; hagfræðingar segja eitthvað sem enginn skilur. Það er þessi sérfræðihyggja sem gerir prófessor erfitt fyrir að skrifa barnakennslubækur. Prófessorar eiga að frumrann- saka, segja menn, þar er þeirra hólf. Sagnfræðingar verða að passa að ánetjast ekki sérfræði- hyggjunni og fara að líta á fræðigrein sína sem einn reit í þessari bútuðu veröld. Sagn- fræði fjallar um þróun menningar í heild. í því, um- fram allt, liggur uppeldisgildi hennar. Nemendur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti glíma við snúna miðaldatexta í Sambandi við miðaldir. AF Það er þessi sérfræði- hyggja sem gerir prófessor erfitt fyrir að skrifa barnakennslu- bækur. Prófessorar eiga að frumrannsaka, segja menn, þar er þeirra hólf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.